Fara á efnissvæði
15. mars 2024

Opið fyrir umsóknir í Skólabúðir UMFÍ

Við erum að undirbúa skólaárið 2024 / 2025. Aðsókn í búðirnar er afar góð. Umsóknarfrestur er til 8. apríl.

Skólabúðir UMFÍ á Reykjum eru ætlaðar nemendum í 7. bekk grunnskóla af öllu landinu. Nemendurnir dvelja í búðunum frá mánudegi til fimmtudags í líflegu óformlegu námi í fallegu og skapandi umhverfi.
 
Aðsókn í búðirnar hefur verið afar góð og aukist talsvert enda fá þar nemendur tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og sjálfsmynd sína og vinna með styrkleika sína. Jafnframt er eftirsótt að dvelja í Skólabúðum UMFÍ því þar fá nemendur hvíld frá venjulegum dögum, fræðandi óformlegt nám, heilmikla upplifun og verða hvorki fyrir truflun frá farsímum og öðrum nettengjanlegum tækjum.

Aðeins SKÓLASTJÓRNENDUR grunnskóla geta bókað þátttöku í Skólabúðum UMFÍ. Ætlast er til að uppistaða fararstjórateymis séu kennarar nemenda sem bókað er fyrir. Þegar sótt er um þarf að tilkynna hver verður aðalfararstjóri og ber ábyrgð á undirbúningi nemenda og fararstjórateymis.

Fyrirhyggja er því best og æskilegt að þeir sem vilja tryggja pláss hafi samband fyrr en seinna. Við munum að sjálfsögðu reyna að uppfylla óskir allra.

Pláss er fyrir um 110 nemendur í senn í Skólabúðum UMFÍ á Reykjum. 

Öllum umsóknum verður svarað eins fljótt og auðið er með staðfestingu. 

Athugið: Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2024.


Smelltu hér til þess að sækja um