Fara á efnissvæði
01. mars 2021

Opið fyrir umsóknir í vorúthlutun úr Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

 Nú hefur verið opnað fyrir mótttöku umsókna um styrki í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ.

Sjóðurinn hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. 

Opið er fyrir umsóknir til 1. apríl og verður úthlutað úr sjóðnum á degi verkalýðsins, 1. maí.

Á meðal nýlegra verkefna sem sjóðurinn hefur styrkt eru innleiðing á verkfærakistu Sýnum karakter inn í starf Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB), íslenskukennsla fyrir erlenda þjálfara hjá Fjölni og fleiri félögum, verkefnið Íþróttabærinn Akureyri, stefnumótunarvinna félaga, verkefni sem snýr að fjölgun yngri iðkenda og svo má lengi telja.

Lista yfir síðustu úthlutanir má sjá hér: Úthlutanir í október 2020.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum. Smelltu hér til þess að kynna þér reglugerð sjóðsins. 

Umsóknarfrestir eru tveir á ári, 1. apríl og 1. október.

Úthlutun fer fram sem næst 1. maí og 1. nóvember ár hvert.   

Meiri upplýsingar um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

 

Sjá einnig: 

Knattspyrnufélagið Hörður hlaut styrk til að þýða kennsluefni á útlensku