Fara á efnissvæði
29. júlí 2019

Opið í apótekinu og Heilsugæslunni á Höfn vegna Unglingalandsmótsins

„Það verður svakalega margt fólk á Höfn um verslunarmannahelgina. En þetta verður alveg dýrðlegt því veðrið er gott. Við ætlum að þjónusta fólkið og hafa opið. Það er nýjung og nokkuð sem við gerum ekki oft. Við hjá Lyfju reynum alltaf að koma til móts við viðskiptavini okkar,“ segir Ásdís Erla Ólafsdóttir, umsjónarmaður útibús Lyfju á Höfn í Hornafirði.

 

Opið verður bæði í Lyfju og Heilsugæslunni á Höfn um verslunarmannahelgina á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur. Venjulega er lokað þar um helgar.

Nóg verður að gera hjá Ásdísi um verslunarmannahelgina og öðru starfsfólki Lyfju. Yngsta dóttir hennar er 18 ára og tekur þátt í Unglingalandsmótinu.

„Hún hefur skráð sig í fjórar greinar eins og fótbolta, blak og bogfimi. Hún æfir þær ekki en langaði til að taka þátt. En síðan vona ég að ég geti hjálpað eitthvað til því ég hef skráð mig sem sjálfboðaliða á mótinu og ætla að stússast í matargerð fyrir mótsgesti frá klukkan 8 til 10 á morgnana með manninum mínum,“ segir Ásdís.

Lyfja á Höfn í Hornafirði er útibú Lyfju á Selfossi. Á sunnudag bætist í hópinn Vilborg, apótekari Lyfju á Selfossi sem verður með fjölskyldu sinni á mótinu.

Afgreiðslutímar í Lyfju og Heilsugæslu Hafnar eru eftirfarandi:

 

Lyfja á Höfn

 

Heilsugæslan á Höfn

Heilsugæslan á Höfn verður með opna móttöku hjúkrunarfræðings og læknis yfir verslunarmannahelgina á eftirfarandi tímum;

 Engar tímapantanir, bara mæta.

 

Heilsugæslan á Höfn í Hornafirði