Fara á efnissvæði
20. september 2024

Pakkfullt á ráðstefnu

Pakkfullt á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðheilsu

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 20.- 22. september næstkomandi og fer hún fram í húsnæði Skólabúða UMFÍ á Reykjum í Hrútafirði.

Eins og nafnið gefur til kynna er ráðstefnan fyrir ungt fólk á aldrinum 15 - 30 ára. Skráningu er lokið og meira en 100 þátttakendur af öllu landinu eru skráðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þátttakendur eru frá íþróttahéruðum landsins, ungmennaráðum sveitarfélaga og félagasamtaka.

 

Ungt fólk segir sína skoðun

Dagskráin er full af allskonar gagnlegu, hópefli og samveru, áhugaverðum fróðleik og uppörvandi og hvetjandi málstofum. Fólk úr stjórnmálum og atvinnulífi mætir á ráðstefnuna og fá þátttakendur þar tækifæri til að búa til gagnlegan umræðuvettvang í óformlegu spjalli.

Ráðstefnan hefst í dag, föstudaginn 20. september og stendur yfir til sunnudagsins 22. september. Á laugardag verða fyrirlestrar og málstofur.

Þessi stýra þeim:

  • Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta.
  • Aldís Arna Tryggvadóttir er streituráðgjafi Íslands númer 1
  • Sabína Steinunn er íþrótta- og heilsufræðingur. 
Beint samtal við þingmenn

Á sunnudag verður boðið upp á kaffihúsaspjall með ráðherrum, þingmönnum, fyrirmyndum og fleirum. Markmið með spjallinu er að veita gestum og ungmennum tækifæri til að ræða saman óformlega á jafningjagrundvelli. Gestir fá sömuleiðis tækifæri til þess að hlusta á raddir, tillögur og skoðanir ungmenna.  

Þeir ráðherrar, þingmenn og fyrirmyndir sem hafa nú þegar staðfest komu sína eru: 

•    Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. 
•    Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. 
•    Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata. 
•    Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata og talsmaður barna á Alþingi. 
•    Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. 
•    Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. 
•    Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokk fólksins. 
•    Orri Páll Jóhannsson, þingmaður Vinstri Grænna. 
•    Eva Dögg Davíðsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna. 
•    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar 
•    Helgi Ómarsson, ljósmyndari, hlaðvarpsstjórnandi og tískubloggari. 
•    Kristófer Þorgrímsson, spretthlaupari og Íslandsmeistari í 200m hlaupi. 
•    María Rut Kristinsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar og stofnandi Hinseginleikans. 
•    Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

Ungmennaráð UMFÍ hefur hvatt ráðstefnugesti til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur og klæðast einhverju bleiku í kaffihúsaspjallinu. 

Tækifæri til skoðanaskipta

Ungmennaráð UMFÍ hefur haldið ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði á hverju ári frá árinu 2009 og hefur hún fest sig í sessi sem mikilvægur viðburður fyrir skoðanaskipti ungs fólks.

Allar upplýsingar um ráðstefnuna er á umfi.is.