03. mars 2020
Petra Ruth áfram formaður Þróttar Vogum
Petra Ruth Rúnarsdóttir var endurkjörin formaður Þróttar í Vogum á aðalfundi félagsins á fimmtudag í síðustu viku. Þetta er annað kjörtímabil Petru. Talverð breyting hefur orðið á Þrótti upp á síðastkastið. Þegar Petra varð varaformaður fyrir tveimur árum þá var hún eina konan í stjórn félagsins. Hún eru konurnar fimm í stjórn Þróttar Vogum og í meirihluta í stjórn og varastjórn.
Félagið ætlar sér jafnframt stóra hluti í framtíðinni. Þar á meðal er að sækja um Landsmót UMFÍ 50+ árið 2022.
Auk Petru eru í stjórn Þróttar Vogum þau Katrín Lára Lárusdóttir, Reynir Emilsson, Jóna K. Stefánsdóttir og Davíð Hanssen. Varamenn eru Sólrún Ósk Árnadóttir og Birgitta Ösp Einarsdóttir.