Fara á efnissvæði
02. janúar 2023

Pétur Rúnar: Heppinn að spila með vinum mínum

„Ég hef verið mjög heppinn með það að hafa spilað mest alla ævi mína með mínum bestu vinum,“ segir Pétur Rúnar Birgisson, liðsmaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

Félagasskapurinn skiptir hann miklu máli.

„Það koma stundum upp erfiðir tímar bæði í íþróttinni og heima fyrir. Þá er gott að hafa góða að til að takast á við það. Einnig er maður heppinn að vera í þannig íþrótt að maður kynnist fólki á stóru aldursbili og frá ýmsum þjóðernum sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir hann.

Pétur rifjar upp að Kári Marísson hafi haft jákvæðustu áhrifin á sig í æsku.

„Hann byrjaði að þjálfa mig og bekkjarfélaga mína þegar að við vorum 13 ára á miðju tímabili og hann þjálfaði mig allavega til 16 ára aldurs. Hann náði einhvernvegin mjög vel til mín og strákana á minum aldri. Á einhverjum tímapunkti voru meira að segja allir strákarnir í árgangnum að æfa körfubolta. Ástæðan er líklega bara að hann náði að gera þetta skemmtilegt en á sama tíma krafðist hann líka að við myndum leggja okkur alla fram í því sem við gerðum og þannig náðum við líka fínum árangri á þessum árum,“ segir Pétur Rúnar, sem .

Hann var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar árið 2022 þann 28. desember síðastliðinn. Með honum á myndinni hér að ofan er Gunnar Þór Gestsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, sem Tindastóll á aðild að. Ungmennasamband Skagafjarðar er sambandsaðili UMFÍ. Gunnar Þór er jafnframt varaformaður UMFÍ.

Fjórir aðrir einstaklingar voru tilnefndir sem Íþróttamaður Skagafjarðar 2022 með Pétri. Þau voru þau:

 

Hvatningarverðlaun og fleiri viðurkenningar

Á sama tíma og Íþróttamaður Skagafjarðar var útnefndur voru afhent Hvatningarverðlaun síðustu þriggja ára. Hvatningarverðlaunin eru veitt iðkendum sem eru áhugasamir, með góða ástundun, sýna góða hegðun innan vallar sem utan, eru góðir félagar og teljast vera góð fyrirmynd annara unglinga. 

Fram kemur á heimasíðu Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), að árið 2020 hafi fimmtán íþróttaiðkendur á aldrinum 12 - 17 ára verið tilnefndir af aðildarfélögum UMSS.

Ungmennafélagið Tindastóll 

Þá voru 12 iðkendum aðildarfélaga UMSS veitt Hvatningarverðlaun UMSS árið 2021. Þau eru:

Að lokum voru 19 íþróttamenn tilnefndir til Hvatningarverðlauna árið 2022. Þau eru:

Þá var komið að því að veita viðurkenningar til aðila sem stunda eða þjálfa hjá aðildarfélögum UMSS fyrir landsliðsval/þátttöku hjá sérsamböndum ÍSÍ árið 2022. Þau eru:

Þá var komið að því að veita styrk úr Afreksmannasjóði UMSS, átta aðilar sóttu um í ár og fengu þau öll úthlutað úr sjóðnum samkvæmt ákvörðun stjórnar hans. Í stjórn sjóðsins sitja Gunnar Þór Gestsson, Guðrún Helga Tryggvadóttir og Ómar Bragi Stefánsson.

Þrjú lið voru tilnefnd í flokknum lið ársins 2022. Þau eru:

Sjö þjálfarar (teymi) voru tilnefnd í ár, og hlaut þríeykið Baldur Þór Ragnarson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson titilinn. Þeir þjálfuðu meistaraflokk karla í körfuknattleik, sem lenti í 2. sæti í deildinni í vor.

Hér má sjá Pétur Rúnar með þjálfurum ársins.