Ráðstefnan á RIG 2024: Er pláss fyrir öll í íþróttum?
Ráðstefna Reykjavíkurleikanna: Er pláss fyrir öll í íþróttum? fer fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar 2024. Þema ráðstefnunnar er inngilding í íþróttum og verður boðið upp á sex pallborð þar sem rætt verður um það hvað hægt er að gera betur.
Í pallborði verða fatlað íþróttafólk, hinsegin og kynsegin íþróttafólk, íþróttafólk af erlendum uppruna og aðrir sérfræðingar segja reynslusögur sínar.
Ráðstefnan er haldin í tengslum við Reykjavíkurleikana 2024.
Athugið að sum pallborð verða einungis á ensku.
Ráðstefnan verður send út í beinu streymi á netinu og getur fólk keypt aðgang að því. Nánari upplýsingar um streymið koma þegar nær dregur ráðstefnunni.
DAGSKRÁ:
09:00 - 09:10 - Setning ráðstefnu
09:10 - 10:50 - Fatlað íþróttafólk (fer fram á íslensku)
11:10 - 12:50 - Hinsegin íþróttafólk (fer fram á íslensku)
13:30 - 15:10 - Íþróttafólk af erlendum uppruna (fer fram á ensku)
15:20 - Ráðstefnu lýkur