Síðasti dagurinn á Landsmótshelginni
Síðasti dagur Landsmótsins er runninn upp. Þetta hefur verið frábær helgi og vonandi enginn látið rigninguna trufla sig.
Gærdagurinn var alveg frábær. Fjölmörg lið kepptu í brennibolta, konur og karlar og makar líka. Um kvöldið var svo skemmtikvöldið með Geirmundi Valtýssyni og gríðarlega vel sótt Pallaball langt inn í nóttina.
Margt er í boði í dag.
Dagurinn hófst með jóga í vatni í sundlauginni en síðan verður keppt í golfi og pútti, strandhandbolta, ólympískum lyftingum og frisbígolfi. Um hádegið eru svo keppni í þrautabraut, fjallahjólreiðum og glímu auk fótbolta 3:3. Stígvélakastið hefst svo klukkan 13 og stendur til klukkan 15.
Margt fleira er í boði í dag.
Hér má sjá tímasetta dagskrá
Hér að neðan má sjá úrval mynda frá gærdeginum. Fleiri myndir er að finna á myndasíðu UMFÍ.