10. nóvember 2023
Síðasti séns til að komast í nefnd
Hefurðu áhuga á sérstökum málum í starfsemi UMFÍ? Nú er tækifærið til að koma þínu á framfæri. Þú getur fengið eða tilnefnt einhverja í eina af nefndum UMFÍ. Frestur til að gera það rennur út á hádegi í dag, föstudaginn 10. nóvember.
Fólk í nefndum hefur áhrif á margt í starfi UMFÍ.
Fólk sem sæti á í nefndum getur haft áhrif á starf UMFÍ á vettvangi nefndarstarfsins, mótað viðburði og mót, umgjörð um starf skólabúða, heiðursviðurkenningar og margt, margt fleira.
Nefndirnar eru eftirfarandi:
- Fjárhagsnefnd.
- Fræðslu- og sjóðanefnd.
- Heiðursráð.
- Laganefnd.
- Móta- og viðburðanefnd.
- Skólabúðanefnd.
- Ungmennaráð (sjá má mynd af ráðinu hér að neðan).
- Upplýsinga- og tækninefnd.
- Útgáfu- og kynningarnefnd.