Fara á efnissvæði
29. júní 2023

Skemmtifolfmót

Skemmtifolfmót Ungmennaráðs

Ungmennaráð UMFÍ stóð fyrir skemmtifolf móti fyrir ungmenni fimmtudaginn 29. júní. Mótið fór fram með svokölluðu Texas scramble hætti. Tveir og tveir voru saman í liði og köstuðu báðir aðilar en aðeins betra kastið var tekið gilt. Viðburðurinn fór fram í Laugardalnum og var þátttaka góð. 

Ótrúlega skemmtilegt!

Embla Líf formaður Ungmennaráðs UMFÍ sagði viðburðinn hafa tekist mjög vel. Þarna komu saman ungmenni sem þekktust ekki og áttu góða stund saman. Það var bara alveg ótrúlega skemmtilegt að hitta allt þetta fólk, sagði Embla Líf. 

Ekki fyrsta mótið

Þetta var í annað sinn sem Ungmennráð UMFÍ stendur fyrir svipuðum viðburði. Fyrri viðburðuinn fór fram fyrir um ári síðan í Guðmundarlundi, Kópavogi. 

Við stefnum klárlega á að halda aftur svona viðburð og fleiri í framtíðinni, sagði Embla Líf. 

Ungmennráð UMFÍ

Ungmennaráð UMFÍ er skipað tíu ungmennum á aldrinum 10 - 24 ára sem koma víðs vegar af landinu. Öll hafa þau ólíkan bakgrunn og þekkingu en sameiginlega hafa þau áhuga á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks og skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk til þess að koma saman.