Skil á starfsskýrslum lengd til 15. júní
„Skýrsluskil eru aðeins hægari nú en í fyrra. Það skýrist líklega af því að ekki hafa öll félög haldið aðalfundi og ársreikningar ekki tilbúnir,“ segir Elías Atlason, umsjónarmaður með starfsskýrsluskilum íþróttahéraða og íþróttafélaga þar undir.
Opnað var fyrir starfsskýrsluskil sambandsaðila ÍSÍ og UMFÍ félög innan þeirra vébanda 12. apríl síðastliðinn. Upphaflega var ákveðið að hafa skilafrest til 31. maí. Hann hefur nú verið framlengdur til 15. júní.
42% eiga eftir að skila
Elías segir skilin kom í slurkum. Sem dæmi hafi um miðjan apríl verið búið að skila inn tæpum 4% skýrslna. Á mánudag höfðu 36% þeirra skilað sér í hús og í gær var sprenging þegar hlutfallið fór í 58% af skiluðum starfsskýrslum.
Miðað við þetta eru nú 259 félög búin að skila starfsskýrslum, 59 félög eru byrjuð að vinna við skýrslurnar en 166 ekki byrjuð.
Af einstökum héraðssamböndum hefur Héraðssambandið Skarphéðinn staðið sig best í skýrsluskilum. Innan sambandsins eru 59 félög og eru 50 þeirra búin að skila.
Elías segir verkið vinnast engu að síður vel. Hann fer sjálfur yfir hverja einustu skýrslu og heldur utan um upplýsingar um fjölgun og fækkun í röðum iðkenda. Hann hefur jafnframt auga með því sem gæti skrifast á mannleg mistök og mætti skilast betur.
Hvað er í þessum skýrslum?
- Starfsskýrsluskil þurfa að innihalda upplýsingar um iðkendur og félagsmenn á síðasta starfsskýrslutímabili, þ.e. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2022.
- Innslegnar lykilupplýsingar úr ársreikningum fyrir síðasta starfsár (2022).
- Upplýsingar um núverandi stjórn og starfsfólk.
- Skila skoðuðum ársreikningi og núgildandi lögum í pdf. formi.
ÍSÍ og UMFÍ hvetja alla til að endurskoða félagaskrár sínar og yfirfara vel svo upplýsingar í nýja kerfinu. Með því verður einfaldara fyrir alla aðila að halda vel utan um félagatalið og uppfæra á milli ára.
Það er alltaf á ábyrgð hvers félags að yfirfara félagatal sitt áður en það er lesið inn og staðfesta réttan fjölda við skil.
ÍSÍ og UMFÍ árétta að gögnin í kerfinu verða aðeins rétt ef allir vanda sig og fara vel yfir þau gögn sem eru send inn og staðfest.
Afar áríðandi er að ofangreindar upplýsingar skili sér til þess aðila innan hvers félags sem annast á starfsskýrsluskilin.
Hér má smella til að fara inn á skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ
Nánari upplýsingar varðandi starfsskýrsluskil veitir Elías Atlason, sérfræðingur hjá ÍSÍ. Netfangið hans er elias@isi.is og sími 514 4000. Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef spurningar vakna.