Fara á efnissvæði
30. desember 2022

Skinfaxi 2022: Síðasta tölublað ársins komið út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, og síðasta tölublað ársins er komið út. Það er líka gott að lesa blaðið á umfi.is.

Blaðið er eins og alltaf stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni. Í þessu síðasta tölublaði ársins er ítarlegt viðtal við Valdimar Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMSK, fjallað um íþróttahéruð, skautaíþróttin fær stóran skerf af blaðinu og svo má lengi telja. Nóg er að lesa.

 

Á meðal efnis í blaðinu:

 

Skinfaxi er málgang UMFÍ og hefur það komið út óslitið frá árinu 1909.

Áskrifendur og sambandsaðilar UMFÍ eru að fá blaðið í hendur á næstu dögum. Einnig verður hægt að nálgast eintak í íþróttamiðstöðvum, á sundstöðum, bensínstöðum og hjá sambandsaðilum um allt land.

Nýjasta tölublað Skinfaxa er hægt að lesa í heild sinni hér: 

Skinfaxi 3. tbl. 2022

Þú getur lesið eldri tölublöð Skinfaxa allt aftur til fyrsta tölublaðs á Netinu: Eldri tölublöð Skinfaxa

Þú getur líka smellt á myndina hér að neðan og náð í nýja blaðið á PDF-formi