Skráning er hafin á Ungt fólk og lýðræði 2019
Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands – UMFÍ stendur nú í tíunda sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan verður dagana 10.–12. apríl 2019 á hótel B59 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?
Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16–25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 manns á ráðstefnuna. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir ferðakostnað. Athygli er vakin á því að aðeins lággjaldafargjöld eru endurgreidd eða ódýrasti ferðamátinn hverju sinni. Jafnframt er aðeins greitt fyrir þátttakendur sem þurfa að ferðast lengra en 100 km aðra leið. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á miðvikudeginum og til baka á föstudeginum. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá ferðakostnað endurgreiddan.
Á viðburðinum er lögð áhersla á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi, að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl.
Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að ráðstefnunni.
Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði. Kynningar frá Hugarfrelsi, KVAN og áhrifavaldinum Fanney Dóru. Til viðbótar verður hellings hópefli og skemmtilegheit á ráðstefnunni.
Skráning stendur til 26. mars 2019. Nánari upplýsingar er að finna inn á www.umfi.is.
Smelltu hér til að skoða myndband þar sem fram kemur hvað þátttakendur lærðu á síðustu ráðstefnu.