Fara á efnissvæði
31. ágúst 2023

Styrkir og námskeið Rannís

Við vekjum athygli á tveimur áhugaverðum málum fyrir íþróttafélög, starfsfólk, iðkendur og aðra.

 

Námskeið um ungmennaskipti

Við vekjum athygli á að Rannís býður starfsfólki íþróttafélaga og annarra stofnana upp á námskeið um ungmennaskipti í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar. 

Ungmennaskipti eru verkefni þar sem hópar ungs fólks á aldrinum 13-30 ára frá tveimur eða fleiri Evrópulöndum hittast og kynnist lífi og menningu jafningja í verkefnum sem byggja á hugmyndafræðinni um óformlegt nám. 

Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir íþróttafélög sem vilja vinna með hópefli og liðsanda innan sinnar hreyfingar án þess að vera með fókus á æfinga- eða keppnisferð.  Verkefnin eru eins og stækkuð útgáfa af pizzukvöldi eða sambærilega hittingi hjá hópnum.

Erasmuns+ áætlunin styrkir gistingu og uppihald þátttakenda. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 16 samtals (sem dæmi átta frá Íslandi og átta frá öðru landi) en hámarksfjöldinn er 60 þátttakendur. Ungmennaskiptin geta staðið yfir í 5-21 dag fyrir utan ferðadaga.

Námskeiðið fer fram 12. september næstkomandi á Reykjavík Hótel Natura (gamla Hótel Loftleiðir) frá klukkan 09-17:00.

Námskeiðinu stýrir Jo Clayes sem hefur áratugalanga reynslu af því að kenna fólki að búa til ungmennaskiptaverkefni. 

Boðið verður upp á hádegismat á meðan á námskeiðinu stendur.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Námskeið fyrir ungmennaskipti tengd íþróttafélögum

Námskeiðið er frítt fyrir þátttakendur en það þarf að skrá sig fyrir föstudaginn 1. september næstkomandi í eftirfarandi slóð.

Skráning hér: https://forms.office.com/e/f6TekxaQ8D

 

Styrkir fyrir sjálfboðaliða, starfsfólk og þjálfara

Umsóknarfrestur í íþróttahluta Erasmus+: 4. október

Við vekjum líka athygli á umsóknarfrest 4. október í Íþróttahluta Erasmus+ áætlunarinnar þar sem hægt er að sækja um styrk fyrir sjálfboðaliða, starfsfólk eða þjálfara íþróttafélaga sem teljast minni og/eða í grasrótarstarfi til að fara í vettvangsheimsókn eða þjálfunarverkefni til annarra íþróttafélaga.  

Ferðakostnaður, gisting og uppihald er styrkt í Íþróttahlutanum og geta vettvangsheimsóknir verið til að kynna sér starfsemi annarra félaga eða þjálfunarverkefni þar sem þjálfari frá ykkar félagi tekur að sér að þjálfa hjá sambærilegu félagi í Evrópu til að sækja sér reynslu og þekkingu sem nýtist þjálfaranum og/eða félaginu.

Allt um málið hér: https://www.erasmusplus.is/taekifaeri/ithrottir/