18. júlí 2017
Svona er gaman að keppa í fimleikalífi
Fimleikakonan Auður Vala Gunnarsdóttir er sérgreinarstjóri í fimleikalífi á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og er þessa dagana á meðal þeirra sem vinna að því að gera gott mót. Auður Vala hefur búið til vídeó sem sýnir að fimleikalíf þarf ekki að vera flókið og hægt að gera einfaldar æfingar.
Atriði þeirra sem keppa í fimleikalífi þurfa að innihalda skemmtilegar og frumlegar fimleikaæfingar, vera með hraðabreytingar og þarf hópurinn að nýta gólfflötinn. Hann má nýta trampólínstökk og/eða loftdýnu í atriði sínu.
Fyrir keppnina verður workshop þar sem þeim sem langar að keppa verður veitt aðstoð.
Hér eru ítarlegri upplýsingar um fimleikalíf og aðrar greinar á Unglingalandsmótinu.
Hér geturðu skráð þig í fimleikalíf