Svona verður þú sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti UMFÍ 2017
Framlag sjálfboðaliða er ómetanlegur þáttur á Unglingalandsmóti UMFÍ. Ungmennafélagshreyfingin hefur í áraraðir verið drifin áfram af öflugu hugsjónarstarfi sjálboðaliðans.
Við erum að leita sjálfboðaliða til að vinna á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um næstu verslunarmannahelgi. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) heldur mótið en síðasta unglingalandsmót var haldið þar árið 2011.
Svona verður þú sjálfboðaliði
Á Unglingalandsmóti eru mörg sjálboðaliðastörf sem þarf að fylla og eru margir þegar klárir í slaginn. Allir sem hafa áhuga á því að aðstoða á mótinu geta skráð sig hér fyrir neðan.
Framlag sjálfboðaliða styrkir aðildafélögin sem standa að mótin en félögin fá greitt í samræmi við vinnustundir sjálfboðaliða.
Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára. Mótið er fyrir alla sem verða 11 ára á árinu. Keppendur þurfa hvorki að vera skráðir í ungmennafélag né íþróttafélag.
Skráning keppenda á mótið hefst í vikunni.
Mótið hefst föstudaginn 4. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 6. ágúst. Þó er sú undantekning að keppni í golfi fer fram á fimmtudeginum 3. ágúst.
Skrá mig sem sjálfboðaliða á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum