Takk fyrir þátttökuna á Landsmót UMFÍ 50+

Takk fyrir komuna á frábært Landsmót UMFÍ 50+ í Fjallabyggð. Vonandi hafið þið skemmt ykkur vel. Við hjá UMFÍ erum í skýjunum eftir gott mót og skemmtilega helgi.
Þetta var líflegt og myndrænt mót. Við tókum fjölda mynda af stemningunni í öllum greinum – og eigum eftir að bæta fleirum við. Myndirnar eru aðgengilegar hér í myndaalbúmum á Facebook, á Instagram og á myndasíðunni Flickr. Við munum bæta fleiri myndum við á næstu dögum. Þið megið endilega senda okkur myndir af mótinu til birtingar svo öll geti fengið að njóta.
Facebook-myndasíða: https://www.facebook.com/ungmennafelag/photos_albums
Myndasíða á Flickr: https://flickr.com/photos/ungmennafelagislands/albums/
Allt fólk má nota myndir að vild.
Eins og bæði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Bjarkey Olsen, sviðsstjóri velferðarsviðs Fjallabyggðar, Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, og fleiri sögðu í ávörpum við setningu mótsins á föstudag og við ýmis önnur tækifæri þá eru þátttakendur mótsins fyrirmyndir fólk á miðjum aldri og upp úr. Þvílíkir meistarar.
Fjölmiðlar sýndu Landsmóti UMFÍ 50+ mikinn áhuga og var m.a. fjallað um mótið í íþróttafréttum RÚV. Héraðsfréttamiðillinn Héðinsfjörður fjallaði ítarlega um mótið alla mótsdagana og er þar líka sagt frá úrslitum mótsins. Við erum í skýjunum með umfjöllun Héðinsfjarðar og Trölla sömuleiðis.
Sjáumst kát og hress á næsta ári á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hrafnagilshverfi. Allar upplýsingar um mótið er að finna á www.umfi.is.



