Þing HSÞ: Ánægja með þingið og vinnuna
„Þetta var mjög gott þing og vel sótt. Mjög góð vinna var líka í nefndum,“ segir Jón Sverrir Sigtryggsson, formaður Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ). Þing sambandsins var haldið í Grenivíkurskóla á Grenivik í gær, sunnudaginn 26. febrúar.
Á þingið mættu fulltrúar sextán aðildarfélaga af 24. Jón Sverrir segir það gott enda sé lítil virkni í þeim félögum sem ekki sendu fulltrúa. Það sé líka í anda þingsins en þar hefur staðið yfir tiltekt ásamt breytingum á lögum sem hafa það að markmiði að auðvelda félögum að ganga í sambandið en að sama skapi auðveldara að taka þau af skrá sem ekki eru virk. Eins er auðveldara fyrir félög en áður að gerast aðildarfélög HSÞ.
„Reglurnar voru stífar og leiðinlegar en nú erum við að einfalda þetta,“ segir Jón en breytingin getur leitt til þess að aðildarfélög HSÞ verði virkari. Fleiri málum var breytt og ýmislegt sett í nefndir, þar á meðal stendur til að breyta styrktarsjóði HSÞ svo hann muni nýtast betur.
Það voru flókin og mikil mál sett í máli, svo sem sjóðamál HSÞ og ýmislegt sem hægt verður að leggja fyrir þing HSÞ á næsta ári.
Jón segir eftirtektarvert að ungt fólk kom á þingið og það látið að sér kveða. Það sé jákvætt enda hafi það látið heyra í sér.
Starfsmerki og fleiri viðurkenningar
Á þinginu veitti Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, Birgi Mikaelssyni starfsmerki UMFÍ. Í rökstuðningi segir að Birgir hafi verið félagsmaður i mörg ár og verið félaginu drjúgur liðsmaður í uppbyggingu á svæðinu. Hann hafið verið afar góður þegar á þurfti að halda að lagfæra mjög illa farinn veg upp að skotsvæði í fyrravor og sumar en Birgir hafði umsjón með því verki. Birgir hafði líka forgöngu um að útvega möl og tæki til þess að lagfæra veginn meðfram riffilbrautinni, félaginu að kostnaðarlausu. Þá hefur hann alltaf verið boðinn og búinn að aðstoða við ýmis verk, í gegnum tíðina, þegar á hefur þurft að halda. HSÞ kunni honum því miklar þakkir.
Á meðal annarra heiðrana þá hlaup Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður HSÞ fékk silfurmerki sambands. Þeir Heimir Ásgeirsson, frá íþróttafélaginu Magna á Grenivík, og Björn Ingólfsson, fyrrverandi skólastjóri á Grenivík, voru sæmdir gullmerki HSÞ fyrir störf sín.
Á mynd vantar Kristján I. Jóhannesson, m.a. fyrrverandi skoðunarmann reikninga HSÞ til margra ára. Hann var sæmdur gullmerki sambandsins. Kristján átti reyndar að fá það árið 2021 en sökum faraldurs og takmarkana og ýmislegs annars var ekki hægt að afhenda honum það fyrr en á þinginu í gær.
Á myndinni hér að ofan má sjá Jónas, Heimi, Björn og Jón Sverri, formann HSÞ. Á þeirri neðri er Birgir með Jóhanni Steinari, formanni UMFÍ, og yfirlitsmynd af þinginu, sem haldið var í Grenivíkurskóla.