Tjaldsvæðagestir á Höfn: Munið eftir breyti- og millistykkjum fyrir rafmagn
Nú er aldeilis farið að styttast í verslunarmannahelgina 2019 og Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði.
Eins og alltaf er aðgangur að tjaldsvæði á mótinu ókeypis fyrir mótsgesti og fjölskyldur þeirra á Höfn.
Greiða þarf aðeins fyrir afnot og aðgang að rafmagni á tjaldsvæðinu. Nóg rafmagn verður á svæðinu Tjaldsvæðagestir þurfa að muna eftir því að hafa með sér breyti- og millistykki til að tengjast því.
Tjaldsvæðið er í göngufæri við aðalkeppnissvæðið og verður Víkurbraut við íþróttasvæðið lokað til að auka öryggi þátttakenda á mótinu.
Unglingalandsmót UMFÍ stendur yfir dagana 1.- 4. ágúst. Tjaldsvæðið opnar strax á hádegi á fimmtudeginum 1. ágúst.
Það helsta um Unglingalandsmót UMFÍ
Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem börn og ung ungmenni á aldrinum 11-18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og því er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla aðra.
Heilmikið verður í boði á Höfn alla mótsdagana. Öll kvöld verða svo tónleikar í samkomutjaldi við sundlaugina á Höfn. Þar koma fram DJ Sura, Úlfur Úlfur, Salka Sól, Briét, Daði Freyr, GDRN og Una Stef & The SP 74.
Hér geturðu séð alla dagskránna
Munið eftir að skoða vefsíðu mótsins: www.ulm.is