31. júlí 2022
Tónleikar í kvöld og mótsslit
Unglingalandsmót UMFÍ hefur gengið afar vel um helgina og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Gleðin hefur verið í fyrirrúmi og um 1.000 mótsgestir á aldrinum 11-18 ára skemmt sér í keppni í rúmlega tuttugu greinum ásamt foreldrum sínum.
Nú er keppni í öllum greinum lokið. Aðeins eru eftir tónleikar í samkomutjaldinu á tjaldsvæðinu og koma þar fram Sigga Ózk og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór. Eftir tónleikana verður farið í skrúðgöngu að Selfossvelli þar sem mótinu verður slitið með formlegum hætti. Að slitum loknum verður flugeldum skotið á loft.
Takk kærlega fyrir helgina.
Við vonumst til að sjá sem flesta á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 2023!