Fara á efnissvæði
22. júní 2018

UMFÍ veitti Andreu og Ingu Rakel verðlaun

Þær Andrea Dögg Kjartansdóttir og Inga Rakel Ísaksdóttir sem eru að útskrifast úr íþróttakennara- og íþróttafræðinámi á Laugarvatni hlutu sérstök verðlaun frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) í kvöld. Þær og aðrir nemendur við skólann á Laugarvatni eru að útskrifast og var haldin sérstök veisla fyrir nemendurna þar í kvöld eins og venja er.

Íþróttafræðikennsla hefur verið á Laugarvatni frá árinu 1932. Árgangur þeirra Andreu og Ingu er hins vegar sá síðasti sem útskrifast sem íþrótta- og heilsufræðingar þar sem Háskóli Íslands ákvað fyrir nokkru að færa námið til Reykjavíkur.

 

Þær Andrea og Inga þykja forkólfar og sterkir karakter og fengu góðar einkunnir. Inga Rakel var með hæstu meðaleinkunnina, 9,3.

Sabína Steinunn Halldórsdóttir var fulltrúi UMFÍ á útskriftarkvöldinu. Hún færði þeim Andreu og Ingi kveðju stjórnar UMFÍ og starfsfólk og veitti þeim verðlaun. Það voru eintök af Vormönnum Íslands, sem er afar vegleg útgáfa af sögu UMFÍ, auk boðsmiða fyrir tvo á Landsmótið á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí. Með fylgi dagskrá mótsins á Sauðárkróki.

 

Á efstu myndinni má sjá allan útskriftarhópinn. Á þeirri neðri eru þær Andrea og Inga Rakel ásamt Sabínu sem er lengst til hægri.