Fara á efnissvæði
30. júlí 2020

Upplýsingar frá yfirvöldum á leiðinni

ÍSÍ og UMFÍ hafa verið í samskiptum við yfirvöld og Almannavarnir vegna mögulegra áhrifa hertra aðgerða vegna COVID-19 á íþróttastarf. Mjög líklegt er að svör við ýmsum spurningum íþróttahreyfingarinnar verði gefin formlega út á morgun, föstudag.

Eins og fram kom fyrr í dag verða aðgerðir hertar til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19. Aðgerðirnar taka gildi á hádegi á morgun, föstudaginn 31. júlí.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, biðlaði í dag til íþróttahreyfingarinnar að öllum íþrótta­mót­um og keppn­um full­orðinna verði frestað í tíu daga eða þar til 10. ág­úst.

Fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og Almannavarna í dag að 39 smit séu nú staðfest og hafi 10 smit bæst við á milli daga. Nú eru 215 manns í sóttkví og þykir líklegt að fleiri munu bætast við. Einn sjúklingur er á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og er það fyrsti einstaklingurinn til að vera lagður inn frá því um miðjan maí.

Af þeim sökum þurfi að herða aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita. 

Hertar aðgerðir hafa valdið því að fjöldi viðburða hafa verið felldir niður. Unglingalandsmót UMFÍ var á dagskrá á Selfossi nú um verslunarmannahelgina. Fyrr í þessum mánuði var mótinu frestað um ár.

 

Ítarlegri upplýsingar á vef Stjórnarráðs Íslands

Upplýsingar um hertari aðgerðir á www.covid.is