Veistu hvað skal gera?
Vita þjálfararnir í þínu félagi hvað þarf að gera ef einhver hagar sér ósæmilega eða ef áfall verður í iðkendahópnum?
Veist þú það?
Mikilvægt er að öll sem starfa með börnum og unglingum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð, geti lesið í vísbendingar um vanrækslu eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt og viti hvernig á að bregðast við ef slík mál skjóta upp kollinum.
Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum.
Æskulýðsvettvangurinn býður á morgun upp á námskeiðið Verndum þau fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða aðildarfélaga UMFÍ. Ofangreind mál eru kennd þar.
Námskeiðið verður haldið á morgun, 11. janúar 2023, í húsnæði KFUM og KFUK á milli klukkan 18:30 til 21:00. Kennari er Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur í Barnahúsi.
Starfsfólks og sjálfboðaliðar innan aðildarfélaga Æskulýðsvettvangsins fá endurgjaldslausan aðgang að námskeiðinu.
Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hann er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og UMFÍ.