Viltu vera með okkur í liði?
Opið er fyrir umsóknir í Ungmennaráð UMFÍ
UMFÍ óskar eftir tilnefningum og umsóknum í Ungmennaráð UMFÍ fyrir starfstímabilið 2025 - 2027.
Ungmennaráð UMFÍ er skipað ellefu ungmennum með tilliti til jafnrar aldursdreifingar, kyns og búsetu.
Hlutverk Ungmennaráðs UMFÍ er að vera stjórn UMFÍ til ráðgjafar um málefni ungs fólks og skipuleggja og standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk. Fundir ráðsins eru að öllu jafna haldnir á 4 – 6 vikna fresti ýmist með fjarfundarbúnaði og/eða sem staðfundir.
Þátttaka í ungmennaráði UMFÍ veitir einstaklingum tækifæri til þess að kynnast starfi UMFÍ og ungmennafélagshreyfingarinnar. Þátttakendur kynnast ungmennum alls staðar af landinu, fá tækifæri til þess að vinna að viðburðum allt frá hugmyndastigi til framkvæmdar og hafa áhrif á aðra í sínu nærumhverfi.
Ungmenni á aldrinum 15 - 18 ára eru sérstaklega hvött til þess að sækja um.
Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2026.