Fara á efnissvæði

Fjallabyggð 27. - 29. júní 2025.

Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ 2025

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. - 29. júní 2025. Mótið er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) og sveitarfélagið Fjallabyggð. 

Komdu og vertu með á Landsmóti 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með! 

Skráning opnar 15. maí

Þátttökugjald er 5.500 krónur og fyrir það hægt að taka þátt í öllum greinum. Skráning opnar 15. maí 2025. Hér verður líka hægt að kaupa miða á matar- og skemmtikvöld sem greitt er fyrir sérstaklega. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til þess að taka þátt í opnum greinum, bara mæta og hafa gaman! Ef spurningar vakna er best að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is.

Skrá mig til leiks!