Fara á efnissvæði

Hrafnagilshverfi 26. - 28. júní 2026

Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+

UMFÍ, Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar og sveitarfélagið Fjallabyggð þakka fyrir frábært Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fór á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. - 29. júní 2025. Mótið fer fram að ári liðnu í hverfi Hrafnagils í samvinnu með Ungmennasambandi Eyjafjarðar og Eyjafjarðarsveitar, dagana 26. - 28. júní 2026.  

Mótaskrá 2025

Hér má nálgast mótaskrá Landsmóts UMFÍ 50+. Í mótaskránni er forsvarsfólk mótsins spurt spjörunum út, upplýsingar um helstu greinar, dagskrá mótsins, helstu spurningum um mótið svarað og allir þeir samstarfsaðilar taldir upp sem gera UMFÍ, UÍF og Fjallabyggð kleift að halda mótið.

Mótaskrá Landsmóts UMFÍ 50+ 2025

Komdu og vertu með á Landsmóti 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með!