Landsmót UMFÍ 50+
UMFÍ, Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar og sveitarfélagið Fjallabyggð þakka fyrir frábært Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fór á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. - 29. júní 2025. Mótið fer fram að ári liðnu í hverfi Hrafnagils í samvinnu með Ungmennasambandi Eyjafjarðar og Eyjafjarðarsveitar, dagana 26. - 28. júní 2026.

Komdu og vertu með á Landsmóti 50+
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með!

Fréttir af Landsmóti UMFÍ 50+

30. júní 2025
Takk fyrir þátttökuna á Landsmót UMFÍ 50+
Takk fyrir komuna á frábært Landsmót UMFÍ 50+ í Fjallabyggð. Vonandi hafið þið skemmt ykkur vel. Við hjá UMFÍ erum í skýjunum eftir gott mót og skemmtilega helgi. Hér eru hlekkir á myndasöfn fyrir fólk sem langar að skoða myndir.

28. júní 2025
Samherjar í leik og starfi
Þeir Valtýr Sigurðsson og Jón H. B. Snorrason voru á meðal gesta á setningu Landsmóts UMFÍ 50+ á Siglufirði í gærkvöldi. Valtýr er fyrrverandi forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Jón var saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um svipað leyti.

28. júní 2025
Forseti Íslands hvetur fólk til að leika sér meira
„Við þurfum að leika okkur meira,“ sagði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, í ávarpi við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fer í Fjallabyggð um helgina. Hún hvatti sigurvegara í pönnukökubakstri til að hafa samband við sig. Þar væri oft boðið upp á pönnukökur.
