Aðdragandinn að Landsmóti UMFÍ 50+
Á 46. Sambandsþingi UMFÍ sem haldið var í Reykjanesbæ 2009 var samþykkt að fela stjórn UMFÍ að skipa nefnd sem hefði það hlutverk að útfæra starf eldri ungmennafélaga til framtíðar. Hugmyndunum átti að skila inn fyrir sambandsráðsfund árið 2010.
Nefndin var skipuð fljótlega eftir sambandsþingið og hófst hún strax handa við að marka starf eldri ungmennafélaga UMFÍ. Nefndin er skipuð fólki sem hafði reynslu á hreyfingu eldra fólks. Nefndina skipuðu: Anna R. Möller, Flemming Jessen, Þórey S. Guðmundsdóttir, Hjörtur Þórarinsson og Sigurður Guðmundsson sem var starfsmaður nefndarinnar.
Á sambandsráðsfundi 2010 á Egilsstöðum voru hugmyndir nefndarinnar kynntar. Vel var tekið í þessar hugmyndir og nefndin hvött til að halda áfram að útfæra hugmyndirnar.
Stjórn UMFÍ samþykkti svo á stjórnarfundi hjá sér í febrúar 2011 að efna til Landsmóts UMFÍ 50+.
Markmið mótsins er að skapa vettvang fyrir fyrir aldurshópinn 50 ára og eldri til þess að koma saman og njóta þess að vera í góðum félagsskap og keppa í fjölda íþróttagreina.
Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ fór fram dagana 24. - 26. júní 2011 á Hvammstanga.
Yfirlit Landsmóta UMFÍ 50+
ÁRTAL
STAÐUR
SAMBANDSAÐILI
2023
Stykkishólmi
HSH – Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu
2022
Borgarnesi
UMSB – Ungmennasamband Borgarfjarðar
2019
Neskaupsstað
UÍA – Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands
2018
Sauðárkróki
UMSS – Ungmennasamband Skagafjarðar
2017
Hveragerði
HSK – Héraðssambandið Skarphéðinn
2016
Ísafirði
HSV – Héraðssamband Vestfirðinga
2015
Blönduós
USAH – Héraðssamband Austur-Húnvetninga
2014
Húsavík
HSÞ – Héraðssamband Þingeyinga
2013
Vík í Mýrdal
USVS – Ungmennasamband Vestur Skafafellssýslu
2012
Mosfellsbæ
UMSK – Ungmennasamband Kjalarnesþings
2011
Hvammstanga
USVH – Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga