Leikir og úrslit
Smelltu hér fyrir upplýsingar um leiki og úrslit
Smelltu hér fyrir upplýsingar um röðun verðlaunasæta.
09:00 - 12:00 Grashandbolti 13 - 14 ára
12:00 - 15:00 Grashandbolti 15 - 16 ára og 17 - 18 ára
15:00 - 18:00 Grashandbolti 11 - 12 ára
Lengd leikja er um 10 mínútur.
Aldurs- og kynjaflokkar
- 11 - 12 ára strákar
- 13 - 14 ára strákar
- 15 – 18 ára strákar
- 11 - 12 ára stelpur
- 13 - 14 ára stelpur
- 15 – 18 ára stelpur
Keppnisfyrirkomulag / reglur
Grashandbolti er mjög einföld útgáfa af venjulegum handbolta, allir geta verið með.
Leikmenn
- 4 eru í hverju liði en mega vera 8, fjöldi varamanna má vera frá 0 og upp í 4.
Leiktími
- Leikið er 1x10 mínútur
- Ef lið mætir ekki til leiks inna þriggja mínútna þá tapast leikurinn 10-0.
Völlurinn
- Spilað er á 8 völlum.
- Völlurinn er minni en venjulegur handboltavöllur.
- Liðin hafa skiptisvæði sitthvoru megin við völlinn.
Leikreglur
- Í upphafi leiks eru 4 leikmenn inn á í hvoru liði.
- Skylda er að hafa alltaf einn merktan markmann inn á.
- Leikurinn hefst með uppkasti dómara.
- Markmaður má fara með í sókn, en verður að hlaupa strax til baka í markið þegar andstæðingar ná boltanum.
- Útileikmenn mega fara inn á og út af vellinum hvar sem er á skiptisvæðinu.
- Markmaður má fara út af vellinum alls staðar á skiptisvæði liðsins, en eingöngu inn á völlinn á sérstöku skiptisvæði við enda vallarins.
- Taka má þrjú skref með boltann, þá þarf að dripla, gefa á andstæðing eða skjóta á markið.
- Ef leikmaður driplar og tekur boltann lengur en í 3 sekúndur án þess að hreyfa sig eða dripla er dæmd töf.
- Byrja skal leik frá markmanni þegar mark hefur verið skorað.
- Alltaf þegar boltinn fer út fyrir endalínu er útkast frá markmanni (aldrei horn).
- Þegar innkast er tekið skal stíga á hliðarlínu vallar með öðrum fæti en hinn fóturinn þarf að vera út af vellinum.
- Í sókn má ekki stíga á eða fara inn fyrir vítateig þegar skotið er á markið, þá er dæmd lína og markið ógilt.
- Í vörn má ekki fara inn á eigin vítateig til að brjóta á andstæðingi, þá fær sóknamaður víti.
- Ef leikur endar sem jafntefli þá verður farið í bráðarbana.
Markaskor
- Helsti munurinn frá venjulegum handbolta er sá að þegar markmaður skorar gildir það tvö mörk.
- Leikmaður verður að vera kominn yfir miðju áður en hann skýtur á markið til þess að markið teljist gilt.
- Ef lið skorar úr víti gildir það sem tvö mörk. Það sama á við um markmann. Ef markmaður tekur víti þá telur það tvö mörk.
Gróf brot og refsingar
- Fyrir gróf brot er hægt að reka útaf.
- Leikmaður sem er rekinn út af þarf að vera út af þangað til liðið hans fær boltann aftur.
- Ef leikmaður fær tvær brottvísanir í sama leik jafngildir það útilokun frá leiknum.
- Ef leikmaður gerist sekur um alvarlega óíþróttamannslega hegðun gæti það þýtt útilokun frá mótinu.
- Gróf brot teljast meðal annars:
- Að rífa aftan í handlegg leikmanns sem kominn er í skotstöðu.
- Að hrinda leikmanni sem er í loftinu.
- Bakhrindingar.
- Önnur hegðun sem talin getur óíþróttamannsleg.
Bráðabani
- Ákvarðað með hlutkesti hvort liðið byrjar.
- Bráðarbani hefst með því að leikmaður og markvörður þess liðs sem byrjar með boltann stilla sér upp öðrum megin á vellinum eingöngu markvörður andsæðinganna hinum megin.
- Útileikmaður þess liðs sem byrjar með boltann stendur á vítateigslínu og markvörður á marklínu.
- Leikmaður sendir boltann á markvörð og hefur markvörður þá 3 sekúndur til að senda boltann aftur á leikmanninn. Leikmaðurinn reynir þá að skora í mark andstæðingsins þar sem eingöngu markvörður andstæðinganna má reyna að varna því.
- Knötturinn má ekki koma við jörðu fyrr en eftir skot leikmanns, annars telst það ekki gilt mark. Leikmaður má því ekki dripla boltanum áður en hann skýtur á markið.
- Liðin fá að skjóta til skiptis þar til annað liðið skorar og stendur uppi sem sigurvegari.
Monrad kerfi
Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi sem gengur út á sjálfvirka geturöðun.
Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti. Fylgjast þarf með á Monrad síðu, hlekkur inn á hana verður gerður sýnilegur.