Úrslit
Sjá úrslit hér.
11 - 12 ára einstaklingskeppni
- Linda Björk Smáradóttir
- Perla Rós Ólafsdóttir
- Linda Ey Janickova
13 - 14 ára einstaklingskeppni
- Andrea Sjöfn Óskarsdóttir
- Heiða Dís Helgadóttir
- Jódís Lilja Skúladóttir
15 - 18 ára einstaklingskeppni
- Ragna Steinunn Heimisdóttir
- Silja Sævardsdóttir
- Þórir Haukur Einarsson
11 - 12 ára liðakeppni
- Strumparnir (Andríana Margrét Þórarinsdóttir og Ragna S. V. Áslaugardóttir)
- Staðarhraunsapakettir (Brynhildur Eyja Jóhannesdóttir og Matthildur Móa Pálsdóttir)
- Strumparnir 2 (Birkir Rafn Ingason og Dagur Rafn Gunnarsson)
13 - 14 ára liðakeppni
- Meistararnir (Ásta Kristín Ólafsdóttir og Stella Natalía Ársælsdóttir)
- Hnífapörin (Guðjörg Erla Annýjardóttir og Ottó Ingi Annýjarson)
- Cake it, till you make it! (Aníta Líf Vigfúsdóttir og Helga Laufey Hermannsdóttir)
15 - 18 ára liðakeppni
- Rúna (Eyrún Matthíasdóttir og Guðrún Katrín Helgadóttir)
- SÓ! (Ólöf Milla Valsdóttir og Sylvía Mörk Kristinsdóttir)
- Maurarnir (Ellý Hjaltalín Hayhurst og Noah Hjaltalín Hayhurst)
Almennar upplýsingar
Laugardagur 2. ágúst
Tímasetning: 17:00 - 20:00.
11 - 12 ára – mæting kl. 17:30: keppni hefst kl. 18:00.
13 - 14 ára – mæting kl. 16:30: keppni hefst kl. 17:00.
15 - 18 ára – mæting kl. 18:30: keppni hefst kl. 19:00.
Staðsetning: Íþróttasalur í Íþróttamiðstöð á Egilsstöðum.
Þema keppninnar er HÉRAÐ (t.d. Lagarfljótsormurinn, Stuðlagil, hreindýr...)
Verðlaunaafhending fer fram á laugardagskvöldinu kl. 20:45 í Bragganum við Sláturhúsið.
Aldurs- og kynjaflokkar
Einn kynjaflokkur
Einstaklings og liðakeppni
- 11 - 12 ára
- 13 - 14 ára
- 15 - 18 ára
Keppnisfyrirkomulag / reglur
- Þátttakendur fá tilbúna hringlaga botna á staðnum og þar verður einnig ýmiskonar hráefni til staðar.
- Þátttakendum er ekki heimilt að koma með sitt eigið skraut og nammi.
- Ekki er heimilt að koma með auka kökubotn.
- Keppendur þurfa að koma með áhöld með sér að heiman.
- Kökurnar eru settar á pappadiska.
- Keppendur fá 45 mínútur til að vinna að skreytingunni.
- Hægt er að keppa sem einstaklingar eða í tveggja manna liðum og veitt eru verðlaun hvoru tveggja í flokki einstaklinga og lið flokki.
- Dæmt verður eftir útliti, frumleika og góðum hugmyndum.
- Einnig er tekið tillit til frágangs og umgengni á vinnusvæði ásamt nýtingu á hráefni.
Keppendur fá á staðnum
- Einn hringlaga kökubotn, um 16 cm í þvermál.
- Smjörkrem, hvítt krem.
- Liti til að lita krem, gott er að hafa skál og skeið til að blanda.
- Plastsprautur
- Kökuskraut.
Keppendur (þurfa) að koma með
- Áhöld til skreytinga sem henta hverjum og einum t.d. stútar, sprautur, sleikjur, skeiðar, hnífar, skæri, gafflar og hvers kyns skreytingatól.
- Ekki er heimilt að vera með tilbúnar myndir til skreytinga.

