Úrslit
Sjá úrslit hér.
11 - 12 ára piltar
- ABBB 12
- Maurarnir 10
- UMFÍ 1 8
- Strumparnir 2 8
- USVS 1 6
- Samherjar 6
- Hvolpasveitin 6
- Strumpar 6
- Geiturnar 6
- Besta liðið 6
- USVS 2 4
- Hetjurnar 4
- Keflavík 2
- Geiturnar 2 0
11 - 12 ára stúlkur
- Höttur stelpur 12
- UMFÍ 1 12
- Sykurpabbar 12
- Njarðvík 8
- Stjörnurnar 6
- Þrumurnar 2 4
- Þrumurnar 1 2
- Þrumuboltinn 0
13 - 14 ára piltar
- FC Flatbakan 10
- Rauðu djöflarnir 8
- Hálfvitar í hálfleik 8
- FC Flatbaka 8
- Tigers 6
- Króks-strákarnir 6
- Hafnarnir 6
- Hattarnir 6
- Höttur007 6
- The Pony's
- Bláber 6
- USVS 6
- Sveitalubbarnir 4
- Sigmas 4
- UMFÍ 1 4
- Goal Diggers 4
- Snæfellsnes 4
- Ballon D'or 2
- Minions 2
- Dvergarnir 2
- Víkingar 2
- Jórturleður 0
13 - 14 ára stúlkur
- Daggi og Drekarnir 12
- Bleikur RangeRover 10
- Brekkubombur 8
- Smherjar 8
- Six in Sync
- Bleiku svínin 6
- Ice girls 6
- FHL future
- Sveitalubbarnir/pönnukökurnar 4
- 270 drollurnar 4
- Vöfflurnar 2
15 - 16 ára piltar
- Kapparnir 10
- LagerHelgi og vinir hans 8
- Dúddarnir 6
- Sætu skvísurnar 6
- Klaufar í körfunni 6
- Aquaman 6
- 610 4 FC 4
- Fagmenn 4
- Gandálfar KZR 4
- Glaumbæjargengið
- 610 FC 2
- Smokkfiskarnir 0
15 - 16 ára stúlkur
- Six Seven 10
- A+M+? 8
- Ninja Turtles 6
- Triple Trouble 6
- Pink Panthers 1 6
- Chefs Kiss 6
- Bleikablik 4
- Pink Panthers 2 4
- The Dream Team 4
- Pink Panthers 3 4
- VOSS 2
- Grenógang 0
Almennar upplýsingar
Á föstudeginum kl. 21:00 - 23:00 fer fram Körfuboltapartý fyrir alla fjölskylduna á körfuboltavellinum við Egilsstaðaskóla.
Sunnudagur 3. ágúst
Tímasetning: 8:30 - 18:00.
Hver leikur er 10 mínutur.
- 15 - 18 ára piltar. Kl. 08:30 - 12:00
- 15 - 18 ára stelpur. Kl. 08:30 - 12:00
- 13 - 14 ára stelpur. Kl. 12:00 - 15:00
- 13 - 14 ára piltar. Kl. 12:00 - 15:00
- 11 - 12 ára piltar. Kl. 15:00 - 18:00
- 11 - 12 ára stelpur. Kl. 15:00 - 18:00
Staðsetning: Íþróttamiðstöð Egilsstaða
Upplýsingar um lið og hvar og hvenær leikir hefjast birtast hér (Monrad síða).
Óskað er eftir því að einungis keppendur séu á keppnisvelli. Áhorfendur eru beðnir um að vera uppi í stúku.
Aldurs- og kynjaflokkar
- 11 - 12 ára piltar
- 13 - 14 ára piltar
- 15 - 16 ára piltar
- 17 - 18 ára piltar
- 11 - 12 ára stúlkur
- 13 - 14 ára stúlkur
- 15 - 16 ára stúlkur
- 17 - 18 ára stúlkur
Keppnisfyrirkomulag / reglur
- Allir leikir eru spilaðir á eina körfu (3:3)
- Leiktími er 10 mínútur.
- Frjálsar innáskiptingar.
- Leikmaður sem fær 3 villur í sama leik er útilokaður frá leiknum.
- Aðeins 3 leikmenn eru inn á í einu.
- Heildarfjöldi í hverjum leikmannahópi er ótakmarkaður en 5 leikmenn fá verðlaun.
- Hver leikmaður má einungis leika með einu liði.
- Sé lið uppvíst að spila með ólöglegan leikmann tapar liðið viðkomandi leik 20 - 0 og getur viðkomandi lið og leikmaður ekki unnið til verðlauna.
- Allir leikir hefjast á sama tíma.
- Ef leikur hefst eftir að klukka er sett af stað, styttist leikurinn sem því nemur.
- Ef lið mætir ekki til leiks innan fimm mínútna þá tapast leikurinn 20-0.
Eftir skoraða körfu hjá liði A, fær lið B boltann, sóknarleikmaður B verður að byrja sókn fyrir utan merkta línu með því að "checka" boltann með sendingu eða rétta leikmanni liðs A boltann og fá hann aftur. Um leið og leikmaður B er kominn með boltann aftur þá hefst sókn.
Leikvöllur afmarkast af hliðarlínum, vegg undir körfunni og miðlínu. Ef stigið er á/útfyrir línu eða veggur snertur á hitt liðið innkast.
Innkast - boltinn skal checkaður með sendingu eða rétta andstæðing boltann og fá hann aftur beint á móti körfu líkt og við skoraðar körfur.
Leikurinn er 9 mínútur og klukkan er aldrei stöðvarður. Ef jafnt er þegar leiktíminn er liðinn tekur við framlenging sem lýkur með gullkörfu (fyrsta skoraða stig vinnur leikinn).
Búningar liðs skulu vera í sama lit. Ef mótshaldarar þurfa að aðgreina lið þá má setja annað liðið í vesti eða annað sambærilegt til að skilja liðin að.
Leikmenn skulu vera í innanhúss skóm (skór þurfa að vera hreinir).
Víti eru eingöngu tekin þegar brotið er á leikmanna í skothreyfingu eða sóknarlið er komið í "bónus". "Bónus" myndast þegar lið fær dæmda á sig sína sjöttu villu.
Ef lið A er í sókn og lið B nær boltanum, stelur honum eða tekur frákast, þá þarf lið B að fara út fyrir merkta línu áður en það má sækja að körfu og skora.
Spilað er með boltastærð 6 nema í 15-16 og 17-18 ára drengjabolta þar sem spilað er með boltastærð 7.
Farið verður eftir almennum körfuboltareglum sem dómari leiks aðlagar eftir getustigi leikmanna í hverjum leik fyrir sig.
Miðað er við að hver sókn megi ekki taka nema í kringum 15 sekúndur er það dómarans að dæma og telja það. Einnig ef leikmaður er uppvísa að því að vera vísvitandi að tefja leikinn liði sínu til hagsbóta er því refsað með vítaskoti fyrir andstæðing.
Dómara er heimilt að vísa leikmanni sem gerir alvarleg óíþróttamannsleg brot af velli og meina honum frekari þátttöku í tilteknum leik.
Monrad kerfi
Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi sem gengur út á sjálfvirka geturöðun. Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti.
Leikið er eftir reglum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ).