Vinnureglur um val á mótsstað
Til að geta haldið Unglingalandsmót þarf að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur.
Mótshaldari og samfélegið
Keppendur geta orðið allt að 2.000 talsins og gestir mótsins um 15.000.
Mótshaldari þarf að sýna fram á að hann hafi styrk og bakland til að framkvæma mótið. Mótshaldari þarf einnig að gera grein fyrir almennri þjónustu í samfélaginu, svo sem heilbrigðisþjónustu, löggæslu, veitingasölu og gistiþjónustu.
Aðkoma og stuðningur sveitarfélagsins þarf að liggja fyrir með umsókn um mótið.
Tjaldsvæði
Mótshaldari skal leggja til tjaldsvæði fyrir keppendur og mótsgesti sem næst
aðalmótssvæðinu. Tjaldsvæðið skal vera með aðgengi að rafmagni og hreinlætisaðstöðu Stærð tjaldsvæðis skal vera 8 – 10 hektarar.
Keppnisgreinar og keppnissvæði
Samkvæmt reglugerð um Unglingalandsmót UMFÍ skal keppa í glímu, sundi, frjálsum íþróttum, körfuknattleik og knattspyrnu.
Mótshaldari ákveður aðrar greinar með samþykki stjórnar UMFÍ. Umsækjandi þarf að tilnefna keppnisgreinar og keppnisaðstöðu í umsókn sinni. Skoða þarf dreifingu á keppnissvæðum og taka afstöðu í þeim málum. Keppnissvæðin skulu öll vera sem næst aðalkeppnissvæðinu.
Lámarksaðstaða og keppnisreglur skulu vera samkvæmt reglugerðum viðkomandi sérsambanda þar sem því verður við komið.
Keppnisgreinar & keppnissvæði
- Dans: Íþróttahús eða salur með parketgólfi
- Fimleikar: Íþróttahús
- Frjálsíþróttir: Frjálsíþróttavöllur með gerviefni
- Glíma: Íþróttahús, salur eða úti
- Golf: 9 holu golfvöllur
- Hestaíþróttir: Hestaíþróttavöllur
- Knattspyrna: 8-10 gras eða gervigrasvellir í minnibolta stærð
- Körfubolti: Íþróttahús þar sem komast fyrir a.m.k. tveir körfuboltavellir eða sambærileg aðstaða
- Motocross: Motocrosssvæði
- Skák: Salur
- Starfsíþróttir: Salir
- Sund: 25 mtr. sundlaug
- Taekwondo: Íþróttahús eða salur
- Íþróttir fatlaðra
Áhöld og tæki þurfa að vera klár fyrir allar keppnisgreinar.
Sérgreinastjórar og starfsfólk
Við hverja keppnisgrein þarf að vera hæfur sérgreinastjóri sem heldur utan um sína grein. Hann fær með sér annað starfsfólk við framkvæmd greinarinnar.
Samþykkt á 48.sambandsþingi UMFÍ 2013 í Stykkishólmi.