Upphaf Unglingalandsmóts
Árið 1991 kom upp sú hugmynd hjá Ungmennasambandi Eyjafjarðar að halda landsmót fyrir unglinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Þessi hugmynd hafði reyndar komið upp áður en ekki orðið af fram-kvæmdum. Aðdragandinn var sá að UMSE tók að sér að halda Íslandsmeistaramót 14 ára og yngri í frjálsíþróttum á Akureyri sumarið 1991.
Þegar það var í undirbúningi kviknaði sú hugmynd að gaman væri að halda stórt mót með þátttöku krakka úr fleiri en einni íþróttagrein. Stjórn UMSE ákvað að kanna áhuga fyrir slíku móti sem jafnframt gæti verið afmælismót sambandsins sem yrði 70 ára 1992. Strax þótti fýsilegur kostur að bjóða félögum og samböndum UMFÍ að vera með og upp úr því var farið að tala um unglinga-landsmót UMFÍ sem haldið yrði með nokkurra ára fresti í framtíðinni.
Upphafsmaður þessarar hugmyndar er Jón Sævar Þórðarson sem þá hafði verið framkvæmdastjóri UMSE um tíma. Jón er þekktur fyrir atorku og þarna fékk hann verkefni við hæfi. Hann má því vel kallast frumkvöðull unglingalandsmótanna. Strax í upphafi kom fram sú hugsun að mótið ætti ekki fyrst og fremst að miðast við toppárangur í einstökum greinum því einnig yrði góður skammtur af skemmtun í boði fyrir ungdóminn. Blandað yrði saman keppni og kvöldvökum, skemmtun og útivist og þarna yrði eitthvað fyrir alla.
Vormenn Íslands, bls. 587.
Yfirlit Unglingalandsmóta
Ártal
Staður
Sambandsaðili
2024
Borgarnesi
UMSB - Ungmennasamband Borgarfjarðar
2023
Sauðárkróki
UMSS – Ungmennasamband Skagafjarðar
2022
Selfossi
HSK - Héraðssambandið Skarphéðinn
2019
Höfn í Hornafirði
USÚ – Ungmennasambandið Úlfljótur
2018
Þorlákshöfn
HSK – Héraðssambandið Skarphéðinn
2017
Egilsstöðum
UÍA - Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands
2016
Borgarnesi
UMSB – Ungmennasamband Borgarfjarðar
2015
Akureyri
UFA – Ungmennafélag Akureyrar
2014
Sauðárkróki
UMSS – Ungmennasamband Skagafjarðar
2013
Höfn í Hornafirði
USÚ – Ungmennasambandið Úlfljótur
2012
Selfossi
HSK – Héraðssambandið Skarphéðinn
2011
Egilsstöðum
UÍA - Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands
2010
Borgarnesi
UMSB – Ungmennasamband Borgarfjarðar
2009
Sauðárkróki
UMSS – Ungmennasamband Skagafjarðar
2008
Þorlákshöfn
HSK – Héraðssambandið Skarphéðinn
2007
Höfn í Hornafirði
USÚ – Ungmennasambandið Úlfljótur
2006
Laugum
HSÞ – Héraðssamband Þingeyinga
2005
Vík í Mýrdal
USVS - Ungmennasamband Vestur Skafafellssýslu
2004
Sauðárkróki
UMSS – Ungmennasamband Skagafjarðar
2003
Ísafirði
HSV – Héraðssamband Vestfirðinga
2002
Stykkishólmi
UMSS – Ungmennasamband Skagafjarðar
2000
Vesturbyggð og Tálknafirði
HHF – Héraðssambandið Hrafnaflóki
1998
Reykjavík
UMFF – Ungmennafélagið Fjölnir
1995
Blönduósi
USAH - Ungmennasamband Austur Húnvetninga
1992
Dalvík
UMSE – Ungmennasamband Eyjafjarðar