Velkomin á Ungt fólk og lýðræði 2024
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fer fram dagana 20. - 22. september 2024 að Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Ungt fólk og lýðheilsa sem vísar til félagslegrar-, andlegrar- og líkamlegrar heilsu.
Ungt fólk sem hefur komið á ráðstefnuna í gegnum árin segir hana haft afar góð áhrif. Fólk hafi aukið félagslega hæfni sína og lært að vinna með gildi eins og samstöðu, lýðræði og vináttu. Þátttakendur hljóta tækifæri til að mynda sér skoðanir og koma þeim á framfæri við jafningja og ráðafólk. Viðburðurinn gefur þannig þátttakendum tækifæri til að hlusta á ólíkar upplifanir og sjónarmið, brjóta ísinn í samskiptum við aðra og fara út fyrir þægindarammann.
Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði. Hellings hópefli og samvera. Kynningar með mögnuðum fróðleik. Uppörvandi og hvetjandi vinnustofur, samtal við ráðamenn, kvöldvökur og önnur skemmtilegheit.
Takmarkaður fjöldi
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo það borgar sig að bíða ekki of lengi með skráningu. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á föstudeginum og til baka á sunnudeginum sem þátttakendur eru hvattir til þess að nýta sér. Fyrir þau sem ekki geta nýtt sér rútuna er hægt að sækja um styrk fyrir ferðakostnaði til UMFÍ. Skila þarf inn kvittunum á sérstöku eyðublaði sem sent verður út eftir viðburðinn.
Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus, á það einnig við um rafsígarettur og nikótínpúða.
Skráning
Ekki þarf að vera í ungmennaráði eða ákveðnu félagi til þess að koma. Ráðstefnan er fyrir öll ungmenni á aldrinum 15 - 30 ára. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja ungmennum undir 18 ára aldri.
Dagskrá
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER.
TÍMI
DAGSKRÁRLIÐUR
Kl. 17:00
Brottför frá þjónustumiðstöð UMFÍ, Engjavegur 6, 104 Rvk.
Kl. 19:30
Koma sér fyrir á staðnum
Kl. 20:00
Kvöldmatur
Kl. 20:45
Hópefli og gleðistuð
Kl. 23:30
Öll komin í ró
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER
TÍMI
DAGSKRÁRLIÐUR
Kl. 09:00
Morgunmatur
Kl. 09:30
Peppum okkur í gang!
Kl. 10:30
Sturtuhlé
Kl. 11:15
Saga Ólympíufara
Anton Sveinn McKee, sundmaður
Anton er sannkallaður afreksíþróttamaður. Hann hefur æft sund nánast alla sína ævi og uppskorið fjölda meta og verðlauna á sínum ferli. Hann er einn af þeim sem fór alla leið í sinni íþrótt, sundi. Sem dæmi má nefna að hann fór fjórum sinnum á Ólympíuleika, þá fyrstu í London árið 2012 þá aðeins 19 ára gamall og þá síðustu núna í sumar í París, þá 31 árs gamall.
Anton ætlar að segja okkur frá ferlinum sínum og eiga við okkur samtal um hvað það skiptir miklu máli að hlúa vel að öllum þáttum heilsu til þess að ná árangri.
Kl. 12:00
Hádegismatur
Kl. 13:00
Málstofupepp
Kl. 13:30
Málstofur, þrjár í boði og allir fara í allar
Líkamleg heilsa: Logi Geirsson
Logi er fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hann var í íslenska landsliðinu í handbolta sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Í dag er Logi einkaþjálfari. Í vinnusmiðju Loga fer hann yfir mikilvægi líkamlegrar heilsu og ræktunarstarfsins í musterinu okkar, það er að segja líkamanum.
Andleg heilsa: Aldís Arna Tryggvadóttir
Aldís Arna er streituráðgjafi Íslands númer eitt, markþjálfi, snillingur í samskiptum, dáleiðslu, heilun og meistari í forvarnarfræðslu. Lífssýn hennar er „mannrækt er málið,“ sem endurspeglar áhuga hennar á því að rækta mennskuna og gleðina í lífi hvers og eins. Aldís Arna ætlar í sinni vinnusmiðju að einblína á gleðina og því hvernig hægt er að tileinka sér það að vera sinn eigin gleðimálaráðherra!
Félagslegheilsa: Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Sabína Steinunn er íþrótta- og heilsufræðingur. Hún hefur brennandi áhuga á hreyfifærni barna og samskiptum fólks. Sabína hefur komið víða við í félagsstarfi, innan kvenfélaga, ungmennafélaga, íþróttafélaga og víðar. Í sinni vinnusmiðju fjallar Sabína um þátttöku í ólíku félagsstarfi, óformlegu námi og mikilvægi þess að taka þátt í samfélaginu.
Kl. 15:40
Hressing og heimahópar
Kl. 16:30
Bland í poka!
Kl. 19:00
Kvöldmatur
Kl. 20:00
Sundlaugarpartý!
Kl. 22:00
Kvöldhressing
Kl. 23:30
Öll komin í ró
SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER
TÍMI
DAGSKRÁRLIÐUR
Kl. 08:15
Morgunmatur
Kl. 09:00
Ganga frá herbergjum
Kl. 09:30
Samantektarsmiðjur
Kl. 11:00
Kaffihúsaumræður með ráðafólki.
Tækifæri fyrir þátttakendur og ráðafólk að ræða saman óformlega á jafningjagrundvelli. Ráðafólkið fær sömuleiðis tækifæri til þess að hlusta á raddir, tillögur og skoðanir ungmenna.
Kl. 12:30
Rafræn samantekt í heimahópum
Kl. 12:45
Hádegismatur og ráðstefnuslit
Kl. 13:30
Brottför. Áætluð koma í þjónustumiðstöð UMFÍ er kl. 16:00.