Allar fréttir
08. nóvember 2019
Alþjóðlegur dagur gegn einelti í dag
Alþjóðlegur dagur gegn einelti er í dag, föstudaginn 8. nóvember. Þetta er níunda árið sem dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti. UMFÍ leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið með jákvæðum samskiptum með allskonar hætti og gerðist aðili að Þjóðarsáttmála gegn einelti árið 2011.
08. nóvember 2019
Vanda hlaut Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti
Vanda Sigurgeirsdóttir hlaut í dag hvatningarverðlaun Dags gegn einelti. Hún sagði að þegar hún heyrði orðið einelti í fyrsta sinn þá hafi hún verið 24 ára og fengið tár í augun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarráðherra, afhenti Vöndu verðlaunin.
07. nóvember 2019
Vissuð þið af breyttum íþróttalögum
UMFÍ vekur athygli stjórnar og forsvarsmanna íþrótta- og ungmennafélaga á að íþróttalögum var breytt í vor í tengslum við lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Ákvæði í lögunum nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri.
07. nóvember 2019
Bjarki er nýr framkvæmdastjóri HSV
„Ég er mjög spenntur, lýst vel á starfið. Námið mun nýtast mér mjög vel,“ segir Bjarki Stefánsson. Hann hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga (HSV), sambandsaðila UMFÍ.
05. nóvember 2019
Forvarnastarf UMFÍ fer aldrei í frí
Forvarnaverkefni UMFÍ er alltumlykjandi og stöðugt verkefni, að mati Erlu Gunnlaugsdóttur. Erla segir Unglingalandsmót UMFÍ mjög góða birtingarmynd af forvarnastarfi UMFÍ. Þar sé leiðarljósið samvera fjölskyldunnar á heilbrigðum forsendum.
31. október 2019
UMFÍ býður til Íþróttaveislu í Kópavogi
„Íþróttaveislan í Kópavogi er framlag UMFÍ og allra þeirra sem að henni standa til að efla lýðheilsu í landinu. Það er stöðug vinna,‟ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann skrifaði í dag undir samstarfssamning við Kópavogsbæ og UMSK um Íþróttaveislu UMFÍ sem haldin verður í Kópavogi árið 2020.
22. október 2019
Lét drauminn rætast og stofnaði fimleikafélag
Telma Ýr Snorradóttir stofnaði Fimleikafélag Vestfjarða á Patreksfirði fyrir ári síðan. Hún flutti nýverið til Tálknafjarðar og sinnir þjálfun líka í Bíldudal. Telma segir frábært að hafa tækifæri til að gera það sem maður nýtur að gera.
21. október 2019
Gott samstarf skilar sér í glæsilegu dansmóti UMSK
„Þetta var rosalega gott mót,“ segir Ellen Dröfn Björnsdóttir, formaður Dansíþróttafélags Kópavogs. Félagið sá um Opna dansmót UMSK ásamt Dansdeild HK í Smáranum í Kópavogi í gær, sunnudaginn 20. október. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 2014.
14. október 2019
Vill aukið samstarf íþróttahreyfingar og stjórnvalda
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, vill aukið samstarf með UMFÍ með það markmið í huga að gera íþróttir- og æskulýðsstarf hluta af uppeldisstofnunum samfélagsins. Ásmundur hélt magnað ávarp við setningu sambandsþings UMFÍ þar sem hann jós verkefni UMFÍ lofi.