Allar fréttir
03. ágúst 2019
Strandblak svo vinsælt að gera þurfti nýjan völl
99 líð taka þátt í 200 leikjum í strandblaki á Unglingalandsmóti UMFÍ. Á sama móti í Þorlákshöfn í fyrra voru liðin 52. Aukningin er því tæp 100%. Framkvæmdastjóri Blaksambands Íslands segir þetta frábært. Strandblak vellir hafi verið settir upp víða um land og sé það að skila sér í meiri þátttöku.
02. ágúst 2019
Fimleikastelpur og körfuboltastelpur keppa í knattspyrnu
„Þetta er svo gaman. Við erum í þessu af því að það er svo gaman og skráðum okkur í körfubolta og fótbolta,“ segir Krista Gló Magnúsdóttir í liðinu The Plastics sem keppti í knattspyrnu á móti Umpalumpas. Í Umpalumpas eru fimleikastelpur en í The Plastics mest liðsmenn U15-landsliðsins í körfubolta.
02. ágúst 2019
Unglingalandsmót UMFÍ sett í kvöld
Unglingalandsmót UMFÍ verður sett á íþróttavellinum klukkan 20:00 í kvöld. Við mótssetningu er hefð fyrir því að þátttakendur gangi inn á völlinn með sínu sambandsaðila. Þátttakendur eru hvattir til að koma klukkan 19:30 að íþróttavellinum við Báruna til að stilla sér upp.
01. ágúst 2019
Unnur ánægð að vera komin í áskrift að Unglingalandsmóti UMFÍ
„Við fjölskyldan fórum í fyrsta sinn á Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn í fyrra. Við vorum heilluð, það var svo margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Við hjónin skemmtum okkur jafn vel og dóttir okkar,“ segir Unnur Steinsson, framkvæmdastjóri Fransiskus hótelsins í Stykkishólmi.
01. ágúst 2019
Bjuggu til nýjan völl fyrir strandhandbolta
„Okkur vantaði völl fyrir strandhandbolta og því bjuggum við hann til,“ segir Gísli Már Vilhjálmsson, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Mótið fer fram um helgina og hafa ýmsar nýjungar verið að líta dagsins ljós í bænum.
30. júlí 2019
Forsetahjónin eru með á Unglingalandsmóti UMFÍ
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elíza Reid forsetafrú ásamt börnum ætla að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina.
29. júlí 2019
Opið í apótekinu og Heilsugæslunni á Höfn vegna Unglingalandsmótsins
„Við ætlum að þjónusta fólkið og hafa opið. Það er nýjung og nokkuð sem við gerum ekki oft,“ segir Ásdís Erla Ólafsdóttir hjá Lyfju á Höfn í Hornafirði. Opið verður bæði í apótekinu og í Heilsugæslunni á Höfn á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur um verslunarmannahelgina.
29. júlí 2019
Unglingalandsmót undirbúið í geggjuðu veðri á Höfn
„Allar hendur eru á lofti í geggjuðu veðri hér á Höfn,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Hann var í dag ásamt sjálfboðaliðum og fleirum frá Höfn að gera klárt fyrir mótið.
27. júlí 2019
Hvar á að tjalda á Unglingalandsmóti?
Nú er heldur betur farið að stytttast í Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Nú erum við komin með kort af tjaldsvæðinu og helstu stöðum mótsins.