Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

24. júní 2019

Samdi vísu í tilefni af Landsmóti UMFÍ 50+

Philip Vogler, leiðsögumaður og þýðandi, setti saman skemmtilega draghendu í tilefni af því að Landsmót UMFÍ 50+ er haldið í Neskaupstað um næstu helgi, dagana 28. – 30. júní. Skráning er í fullum gangi. Lokað verður fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað lýkur þriðjudaginn 25. júní.

22. júní 2019

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Selfossi í ellefta sinn

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður dagana 23.-27. júní 2019. Skólinn er samstarf HSK og Frjálsíþróttasambands Ísland. Þetta er ellefta skiptið sem Frjálsíþróttaskólinn fer fram.

21. júní 2019

Gamlir vinir keppa saman á ný á Landsmóti UMFÍ 50+

Bóndinn og skrifstofustjórinn Ingveldur H. Ingibergsdóttir tók þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í fyrsta sinn í Hveragerði árið 2017. Hún segir mótið vera flott. Hægt er að skrá sig á Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað til þriðjudagsins 25. júní.

19. júní 2019

Allir sem vilja geta keppt í frisbígolfi í Neskaupstað

Frisbígolf er ein af greinunum sem í boði eru á Landsmóti UMFÍ í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní. Greinin er opin þátttakendum yngri en 50 ára. Þar eru 49 ára og yngri í einum flokki en 50 ára og eldri í öðrum.

19. júní 2019

Mótablaðið fyrir Landsmót UMFÍ 50+ á netinu

Hvað viltu vita um Landsmót UMFÍ 50+? Allar helstu upplýsingar um mótið er að finna í mótablaðinu. Þar er rætt við fólk um gleðina sem felst í því að halda mótið í Neskaupstað. Rætt er við keppnisstjórann Þorbjörgu, bæjarstjórann Karl Óttar, pönnukökumeistarann Svölu og marga fleiri.

17. júní 2019

Fjórar greinar í sundi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað

Finnst þér gaman í sundi? Keppt verður í stundi í Stefánslaug á Landsmóti UMFí 50+ í Neskaupstað laugardaginn 29. júní. Keppnin er bæði kynja- og aldursskipt frá 50 ára aldri og upp úr. Ertu búin/n að kynna þér hinar greinarnar sem eru í boði?

13. júní 2019

18 ára og eldri geta keppt í strandblaki á Landsmóti UMFÍ 50+

Strandblak er orðin gríðarlega vinsæl grein um allt land enda fátt skemmtilegra en að skella sér í blak úti í sólinni. Strandblak er ein greinanna sem í boði eru á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað. Strandblakið er opin er fyrir alla 18 ára og eldri.

12. júní 2019

Fatlaðir geta skráð sig í margar greinar á Unglingalandsmóti

Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Boðið er upp á keppni í 21 grein. Íþróttir fatlaðra er á meðal flokkana í frjálsum íþróttum og sundi. Fatlaðir geta auðvitað skráð sig líka í allskonar aðrar greinar.

12. júní 2019

Viltu sjá meistarana baka pönnukökur?

Keppni í pönnukökubakstri er með vinsælli greinum á Landsmóti UMFÍ 50+. Þar er ekki bara dæmt eftir því hvernig pönnukökurnar bragðast heldur líka eftir hraða, fjölda, leikni, hreinlæti og útliti. Gríðarlegur fjöldi áhorfenda kemur til að fylgjast með keppninni. En hvaða pönnukökur eru bestar?