Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

11. apríl 2019

Mikilvægt að fylgja innsæinu og trúa á sjálfan sig, segir ráðherra

„Fólk á alltaf að treysta eigin innsæi en samt vera tilbúið til að hlusta á gagnrýni og geta skipt um skoðun. Fullorðnu fólki finnst mjög erfitt að vera það sjálft. En maður má ekki tapa gleðinni heldur vera maður sjálfur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

11. apríl 2019

Ungt fólk hefur mikil áhrif

„Sókratíska aðferðin að taka þátt í samræðum er mikilvægur liður í því að verða besta útgáfan af sjálfum sér og átta sig á því hvers vegna ég bregst við skoðunum annarra eins og ég geri,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.

09. apríl 2019

Ertu búin/n að sækja um styrk í Umhverfissjóð UMFÍ?

UMFÍ minnir á að frestur til að sækja um í Umhverfissjóð UMFÍ rennur út 15. apríl næstkomandi. Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag innan UMFÍ og verkefni sé umhverfisverkefni. Tilkynnt verður um úthlutanir úr sjóðnum 15. maí.

05. apríl 2019

UMFÍ auglýsir eftir mótshaldara fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2021

Landsmót UMFÍ 50+ hefur verið haldið víða um land frá árinu 2011. Það verður í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní í sumar og í Borgarnesi sumarið 2020. Nú er komið að því að finna mótsstað árið 2021. Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og skemmtun fyrir 50 ára og eldri.

29. mars 2019

Sigurður Óskar og Halldór sæmdir starfsmerki UMFÍ

Halldór Einarsson og Sigurður Óskar Jónsson voru báðir sæmdir starfsmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) sem fram fór á Höfn í Hornafirði á miðvikudag. Þeir hafa báðir unnið af elju fyrir Ungmennafélagið Mána í Nesjum.

27. mars 2019

Uppselt á ungmennaráðstefnu

Uppselt er á ungmennráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem fram fer dagana 10. - 12. apríl nk.

26. mars 2019

Aldís Arna dansar með fólki og styður við Sýnum karakter

„Ég varð strax hugfangin af verkefninu „Sýnum karakter“ því það snýr að miklu leyti að sjálfstykingu, félagsfærni og leiðtogahæfni barna og unglinga“ segir Aldís Arna Tryggvadóttir, Hún er að byrja með námskeið í Dance Aerobics í Borgarnesi til styrktar innleiðingu á Sýnum karakter í starfi UMSB.

25. mars 2019

Minnum á umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð fyrir 1. apríl

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi. UMFÍ hvetur sérstaklega til þess að sótt verði um styrki vegna verkefna í samræmi við stefnu UMFÍ en þar er áherslan á ungt fólk, jaðarhópa og eldri aldurshópa.

21. mars 2019

Gunnar Þór og Sara sæmd starfsmerki UMFÍ

Gunnar Þór Gestsson og Sara Gísladóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) sem haldið var á þriðjudag. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti starfsmerkin.