Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

28. febrúar 2019

Petra er nýr formaður Ungmennafélagsins Þróttar

Petra Ruth Rúnarsdóttir var á aðalfundi Ungmennafélagsins Þróttar í gærkvöldi kjörin nýr formaður. Petra er 25 ára og hefur verið varamaður í stjórn félagsins síðastliðin tvö ár. Hún er þriðja konan til að verma formannsstól Ungmennafélagsins Þróttar síðastliðin 20 ár.

25. febrúar 2019

Passið ykkur á svikahröppunum!

UMFÍ varar sambandsaðila við tölvupóstum frá svikahröppum. Svikahrapparnir senda póst í nafni framkvæmdastjóra eða formanni félaga og biðja um að þúsundir evra séu millifærðir á erlenda bankareikninga. Best er að hringja strax í þann sem biður um millifærsluna og kanna hvort hann hafi skrifað póst.

22. febrúar 2019

Marteinn Sigurgeirsson: „Það bunaði upp úr þeim fróðleikur um mótin“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn Sigurgeirsson hefur gert heimildamynd um sögu Landsmóta UMFÍ á HSK-svæðinu. Hann segir mikilvægt að fanga söguna í mynd svo hún gleymist ekki.

18. febrúar 2019

Algjör sprenging í Grindavík

„Það er allt ljómandi flott að frétta úr Grindavík. Ljósin loga frá morgni til kvölds alla daga í knattspyrnuhöllinni því að eldri borgarar nota höllina frá klukkan 6 á morgnana og svo er hún í notkun langt fram eftir kvöldi,“ segir Hadda Guðfinnsdóttir, starfsmaður Ungmennafélags Grindavíkur.

12. febrúar 2019

Segir gleðina halda fólki lengur í íþróttum

Jeffrey Thomson hefur um árabil verið þekktur á sviði fimleika fyrir ráðgjafarstörf sín. Hann segir mikilvægt að kenna börnum og ungmennum að læra á líkama sinn. Ánægjan af því að hreyfa sig geti dregið úr brottfalli barna úr íþróttum.

10. febrúar 2019

Formaður UMFÍ hvatti til meiri samvinnu á ársþingi KSÍ

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, flutti ávarp fyrir hönd ungmennafélagshreyfingarinnar á ársþingi KSÍ laugardaginn 9. febrúar. Haukur lagði áherslu á kosti barna- og unglingastarfs og hvatti íþrótta- og ungmennafélög til þess að vinna saman.

08. febrúar 2019

Hvað er að frétta af framtíðinni?

Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á þeim rúmlega 110 árum sem liðin eru frá því að Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) var stofnað. Samfélagið mun áfram taka breytingum. Í því eru fólgin tækifæri og áskoranir. Breytingarnar munu hafa áhrif á starfsemi og umhverfi ungmenna- og íþróttafélaga.

06. febrúar 2019

Skráning er hafin á Ungt fólk og lýðræði 2019

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands – UMFÍ stendur nú í tíunda sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan verður dagana 10.–12. apríl 2019 á hótel B59 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?

05. febrúar 2019

Mikilvægt að hitta aðra framkvæmdastjóra og deila þekkingu

„Það er mjög gott að framkvæmdastjórar aðildarfélaga hittist og ræði málin. Þeir eru stundum einu föstu starfsmenn félaganna og þess vegna er mikilvægt að deila hugmyndum og ráðum milli starfandi framkvæmdastjóra,“ segir Lárus Páll Pálsson, framkvæmdastjóri ungmennafélagsins Sindra.