Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

18. júlí 2019

Tjaldsvæðagestir á Höfn: Munið eftir breyti- og millistykkjum fyrir rafmagn

Nú er aldeilis farið að styttast í verslunarmannahelgina 2019 og Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Eins og alltaf er aðgangur að tjaldsvæði á mótinu ókeypis fyrir mótsgesti og fjölskyldur þeirra á Höfn. Greiða þarf aðeins fyrir afnot og aðgang að rafmagni á tjaldsvæðinu.

16. júlí 2019

Áhugi fólks á íþróttum kviknar í bogfimi

„Áhugi á bogfimi hefur aukist mikið.. Ég hef haldið námskeið í bogfimi og kynningar um allt land. Á sumum stöðum sem ég hef komið til hefur fólk byrjað að æfa greinina,“ segir Indriði Ragnar Grétarsson, bogfimisérfræðingur. Hann er sérgreinastjóri í bogfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ.

15. júlí 2019

Lárus mælir með því að fólk gangi og hjóli á Unglingalandsmótinu

„Það er mjög góð hugmynd að ganga og hjóla á milli íþróttasvæðis og tjaldsvæðis á Höfn. En svo er líka hægt að hlaupa út um allt og hjóla um nágrenni Hafnar“ segir Lárus Páll Pálsson, greinastjóri á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um næstu  verslunarmannahelgi.

11. júlí 2019

GDRN, Úlfur Úlfur og Una Stef á Unglingalandsmóti UMFÍ

Nú færist aldeilis fjör í leikana á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Alla mótsdagana verða kvöldvökur í risastóra tjaldi UMFÍ við sundlaugina í bænum. Þar mun tónlistarfólk stíga á stokk og halda uppi heljarinnar fjöri frá klukkan níu á hverju kvöldi.

10. júlí 2019

Margir vilja vinna sem sjálfboðaliðar á Unglingalandsmóti UMFÍ

„Við erum komin með fjölda sjálfboðaliða. En margar hendur vinna létt verk og því er gott að hafa fleiri sjálfboðaliða til að vinna við Unglingalandsmót UMFÍ en færri,“ segir Kristín Ármannsdóttir. Hún heldur utan um skráningu og skipulag allra sjálfboðaliða á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn.

10. júlí 2019

Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ flytja sumarið 2019

Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ flytja starfsemi sína frá Dalabyggð til Laugarvatns sumarið 2019. Búðirnar eru ætlaðar nemendum í 9. bekk grunnskólanna en þeir eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf.

09. júlí 2019

Nú er hægt að sækja um styrk í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt er að senda inn umsóknir í sjóðinn til 1. október næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu innan hreyfingarinnar.

05. júlí 2019

UMFÍ styrkir ungt fólk um 2,2 milljónir króna

UMFÍ greiddi í vikunni styrki upp á 2,2 milljónir króna til 44 ungmenna sem sótt höfðu um styrki úr sjóði UMFÍ vegna dvalar í lýðháskóla í Danmörku. Markmiðið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn og styrkjast í gegnum óformlegt nám.

03. júlí 2019

Skráning hafin á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði

Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ. Þjóðin þekkir auðvitað Unglingalandsmót UMFÍ enda er þetta frábær vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er á hverju ári um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótið er að þessu sinni fram á Höfn í Hornafirði dagana 1.-4. ágúst.