Allar fréttir

05. mars 2018
Júgóslavneskur blakari er með blakbúðir á Húsavík
Júgóslavneski blakarinn Vladimir Vanja Grbic verður með blakbúðir á Húsavík helgina 23. – 25. mars. Blakbúðirnar eru samstarfsverkefni blakdeildar Völsungs (Blakdeild Völsungs), BLÍ - Blaksamband Íslands og Special Olympics á Íslandi (Íþróttasamband fatlaðra).

02. mars 2018
Gunnar Gunnarsson nýr framkvæmdastjóri UÍA
Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) hefur gengið frá ráðningu Gunnars Gunnarssonar sem nýs framkvæmdastjóra sambandsins. Hann tekur við starfinu af Ester S. Sigurðardóttur sem er nýr rekstraraðili Löngubúðar á Djúpavogi.

27. febrúar 2018
Formaður og varaformaður Tindastóls segja af sér - kynferðisbrot líðast ekki innan UMFÍ
Bæði formaður og varaformaður stjórnar knattspyrnudeildar Tindastóls á Sauðárkróki sögðu af sér í gærkvöldi í kjölfar umfjöllunar í Stundinni á föstudag þar sem greint var frá kynferðisbrotum tveggja liðsmanna. UMFÍ fordæmir óæskilega og neikvæða hegðun einnar manneskju gagnvart annarri.

27. febrúar 2018
Falur Helgi í Keflavík sæmdur starfsmerki UMFÍ
Falur Helgi Daðason var sæmdur starfsmerki UMFÍ fyrir óeigingjarn starf sitt á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags síðdegis í gærkvöldi. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti Fal starfsmerkið.

26. febrúar 2018
Rauði krossinn með ókeypis vefnámskeið í skyndihjálp
Rauði krossinn býður upp á stutt og hagnýt vefnámskeið án endurgjalds fyrir þá sem vilja læra skyndihjálp en hafa lítinn tíma til þess. Námskeiðið tekur 2-3 klukkustundir. Ekki þarf að klára það í einum rykk.

26. febrúar 2018
Stjórn FÁÍA fékk starfsmerki UMFÍ - UMFÍ tekur við starfi FÁÍA
Þáttaskil urðu á í starfsemi Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) á föstudag. Á aðalfundi félagsins var samþykkt að leggja félagið niður. UMFÍ heldur áfram með starf félagsins og mun stuðla að heilsueflingu eldri aldurshópa um land allt.

22. febrúar 2018
Jóhannes Sigmundsson látinn
Jóhannes Sigmundsson frá Syðra-Langholti, heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) lést á mánudag. Hann var á 87. aldursári.

20. febrúar 2018
Margrét og Helga fengu starfsmerki UMFÍ
Þær Margrét Björnsdóttir frá íþróttafélaginu Glóð og Helga Jóhannesdóttir frá Aftureldingu voru heiðraðar með starfsmerki UMFÍ á ársþingi UMSK í síðustu viku. Starfsmerkin hlutu þær fyrir störf sín fyrir UMFÍ og UMSK í gegnum tíðina. Tilefnið var að báðar gengu þær úr stjórn UMSK á ársþinginu.

16. febrúar 2018
Geggjuð ráðstefna um hreyfingu eldri borgara
„Þetta var alveg geggjuð ráðstefna. Það sem stendur upp úr að bylting hefur orðið í öldrunarmálum á örfáum árum. Með aukinni hreyfingu er fólk að bæta góðum árum við lífið,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.