Allar fréttir
02. desember 2024
UMFÍ fær 66 milljónir frá Íslenskri getspá
Stjórn Íslenskrar getspár samþykkti í síðustu viku að greiða eigendum 500 milljónir króna í aukagreiðslu auk hefðbundinnar mánaðargreiðslu. UMFÍ á 13,3% hlut í Íslenskri getspá og fær í samræmi við það rétt rúmar 66,6 milljónir króna.
29. nóvember 2024
Ungt fólk kaus í strætisvagni
Í kringum 130 nemendur í 10. bekk nokkurra grunnskóla í Reykjavík tóku þátt í lýðræðislegum kosningum framan við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í morgun. Valið stóð á milli fjögurra málefna, sem rætt var um áður en gengið var til kosninga.
21. nóvember 2024
Ljómandi fínn fulltrúaráðsfundur ÍBH
„Fundurinn tókst ljómandi vel og við vorum mjög ánægð,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBH um fulltrúaráðsfund bandalagsins í október. Á fundinn mættu 35 fulltrúar aðildafélaga.
20. nóvember 2024
Ungt fólk blómstrar í ungmennaráði UMFÍ
Þátttaka í Ungmennaráði UMFÍ veitir ungu fólki mörg tækifæri bæði innanlands og utan. Kolbeinn Þorsteinsson er rétt rúmlega tvítugur en hefur verið virkur í félagsstörfum frá unga aldri. Rætt er við hann í nýjasta tölublaði Skinfaxa.
19. nóvember 2024
Framlög til íþrótta stóraukast
Stór skref voru stigin á Alþingi í gær þegar samþykkt var að veita rúmum 2,1 milljarði króna til viðbótar við fjárlagafrumvarp í íþróttastarf. Um er að ræða viðbótarfjármagn, 640 milljónir króna til afreksstarfs og 1,5 milljarða til Þjóðarhallar og annarra íþróttamannvirkja.
18. nóvember 2024
Jóhann Björn og Vignir sæmdir Gullmerki UMFÍ
Þeir Jóhann Björn Arngrímsson og Vignir Örn Pálsson voru sæmdir Gullmerki UMFÍ á 80 ára afmæli Héraðssambands Strandamanna í gær. Þeir hafa báðir skipst á að vera formenn sambandsins og setið í stjórn þess um árabil.
18. nóvember 2024
Tengslin efld á haustfundi UMSK
„Við erum að greina svæðin og meta þarfir okkar íþróttahéraða,“ sagði Íris Svavarsdóttir, annar tveggja starfsmanna svæðisstöðva íþróttahéraðanna, á haustfundi Ungmennasambands Kjalarnesþings í síðustu viku.
10. nóvember 2024
Fjölskyldan öll á Allir með-leikunum
Foreldrar barna sem tóku þátt í Allir með-leikunum eru himinlifandi. „Það var virkilega frábært að fá tækifæri til að kynnast fleiri íþróttagreinum, sjá hvað er í boði,“ segir Guðfinnur Arnar Kristmannsson, faðir Stefáníu, sem er 15 ára.
08. nóvember 2024
Freyja Rós hlaut Hvatningarverðlaun gegn einelti
Freyja Rós Haraldsdóttir hlaut í dag Hvatningarverðlaun gegn einelti. Hefð er fyrir því að veita verðlaunin í tilefni dagsins til einstaklinga eða verkefnis sem unnið hefur ötullega gegn einelti.