Allar fréttir
18. nóvember 2020
Auður hjá UMFÍ: Hjálpar til að allir geti verið með
„Það er afar ánægjulegt að sjá stjórnvöld setja börn og ungmenni í fyrsta sætið,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Félagamálaráðuneytið opnaði í dag fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum.
18. nóvember 2020
Daði hjá HSH: Þörf á styrkjum til staðar
„Þörfin er svo sannarlega til staðar og hún mun aðeins aukast þegar fram í sækir. Tilfinning mín er sú að þessir styrkir muni nýtast vel,“ segir Daði Jörgensson, framkvæmdastjóri HSH á Snæfellsnesi, spurður álits um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum.
17. nóvember 2020
Ingvar hjá ÍBR: Við höfum áhyggjur af brottfalli úr íþróttum
Vísbendingar eru um að dregið hafi úr skráningum iðkenda í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Formaður ÍBR mælir með því að þjálfarar íþróttafélaga þjálfi börn á skólatíma. „Við hjá ÍBR höfum verulegar áhyggjur af ástandinu,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR.
17. nóvember 2020
Helgi hjá ÍBA: Dregið hefur úr skráningum iðkenda
„Ég fagna því að íþróttakennsla er að hefjast á ný. En ég hefði viljað sjá nemendur í framhaldsskólum geta byrjað að æfa aftur og hef áhyggjur af því að brottfall geti aukist, sérstaklega í þeim aldurshópi,“ segir Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri ÍBA.
17. nóvember 2020
Börn beri ekki grímur á íþróttaæfingum
Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný um allt land á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember. Slakað verður á grímuskyldu yngstu barna og kennara þeirra. Sundlaugar eru enn lokaðar og íþróttir fullorðna liggja niðri.
15. nóvember 2020
Rætt um sameiningu íþróttahéraða á þingi UMSE
Ársþing UMSE var haldið á dögunum. Þetta var í fyrsta sinn sem það var haldið með rafrænum hætti. Að loknum hefðbundnum málum var rætt um endurskoðun á skiptingu íþróttahéraða. Innan UMSE er sameining talin geta gert starf héraðssambanda og íþróttahéraða skilvirka, að sögn formanns UMSE,
13. nóvember 2020
Börn og ungmenni fá að stunda íþróttir á nýjan leik í næstu viku
Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný bæði inni og úti miðvikudaginn 18. nóvember, samkvæmt breytingum á samkomutakmörkunum. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi takmörkunum.
13. nóvember 2020
Olga í Gerplu dansaði af kæti yfir afléttingu íþróttabanns
„Ég var svo rosalega glöð þegar ég heyrði fréttirnar í hádeginu að ég tók sigurhringinn,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu í Kópavogi. Hún segir mikilvægt að sjá hvað felst í reglugerð heilbrigðisráðherra svo hægt verði að skipuleggja íþróttastarfið í næstu viku.
11. nóvember 2020
Helgi Haraldsson: Börn og ungmenni geti stundað íþróttir við hæfi
Helgi S. Haraldsson, formaður frjálsíþróttadeildar UMF Selfoss og varaformaður HSK, segir framlínufólk í íþróttahreyfingunni óttast brottfall barna og ungmenna úr íþróttum vegna bágrar fjárhagslegrar stöðu foreldra iðkenda. Hann segir stjórnvöld kynna á næstu dögum aðgerðir fyrir tekjulága.