Eldhress Skinfaxi kominn út!
Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Þetta er tímarit UMFÍ sem hefur komið út frá árinu 1909 og því með elstu tímaritum landsins. En blaðið er alltaf í takt við tímann og þar má alltaf lesa það nýjasta í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og fylgjast með straumum og stefnum.
Mynd af Hugrúnu Árnadóttur er á forsíðu blaðsins að þessu sinni. Hugrún var tæplega sextug þegar hún byrjaði að hlaupa. Hún stundar allskonar hreyfingu og er nú á meðal elstu meðlima í hlaupahópi Hauka í Hafnarfirði. Rætt er við Hugrúnu í blaðinu og ræðir hún þar um kosti þess að hreyfa sig á efri árum og hvað hún gerði til að koma sér sjálfri af stað.
Viðtalið við Hugrúnu er hluti af þemaumfjöllun blaðsins, sem að þessu sinni fjallar um heilsueflingu eldra fólks.
Á meðal efnis í blaðinu
Fá sjokk yfir tölunum – Átakið Allir með
Kraftur í heilsueflingu eldra fólks
Landsmótið á Laugarvatni í lit
Risastórir sigrar hjá iðkendum með fötlun
Tvö ungmennafélög sameinuð í eitt
Fólk á öllum aldri spilar ringó á Bíldudal
Fjölbreytt framboð íþróttastarfs hjá Umf. Reykdæla
Fjörug í fimleikum
Borgin lyftir upp lýðheilsustarfi eldri borgara
Hamar býður upp á líkamsrækt í Hamarsporti
Verðmæti í heilsueflingu 60+
Hvetur eldra fólk til að hreyfa sig
Mikil ásókn í boccia á Landsmóti UMFÍ 50+
Mikilvæg störf í hreyfingunni
Skemmtilegri fundir skila sér í
metþátttöku
Halla í Ungmennaráði UMFÍ: Tala saman á blandinavísku
Ekki missa af viðburðum UMFÍ í sumar
Vett: Frábært tól fyrir minni félög
Gamla myndin: Hvítbláinn afhentur í
fyrsta sinn
Borðtennishelgi á Reyðarfirði
Lesa Skinfaxa
Auk þess er miklu meira efni um allt það fjöruga og góða starf sem unnið er að innan íþrótta- og ungmennaféalgshreyfingarinnar.
Þú getur smellt á hlekkinn hér að neðan og lesið allt blaðið og viðtölin sömuleiðis.
Hugrún prýðir forsíðuna og tók ljósmyndarinn Hulda Margrét myndirnar af henni.