Fara á efnissvæði

Landsmót 50+

Fréttir

Landsmót 50+

30. júní 2025

Takk fyrir þátttökuna á Landsmót UMFÍ 50+

Takk fyrir komuna á frábært Landsmót UMFÍ 50+ í Fjallabyggð. Vonandi hafið þið skemmt ykkur vel. Við hjá UMFÍ erum í skýjunum eftir gott mót og skemmtilega helgi. Hér eru hlekkir á myndasöfn fyrir fólk sem langar að skoða myndir.

28. júní 2025

Samherjar í leik og starfi

Þeir Valtýr Sigurðsson og Jón H. B. Snorrason voru á meðal gesta á setningu Landsmóts UMFÍ 50+ á Siglufirði í gærkvöldi. Valtýr er fyrrverandi forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Jón var saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um svipað leyti. 

28. júní 2025

Forseti Íslands hvetur fólk til að leika sér meira

„Við þurfum að leika okkur meira,“ sagði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, í ávarpi við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fer í Fjallabyggð um helgina. Hún hvatti sigurvegara í pönnukökubakstri til að hafa samband við sig. Þar væri oft boðið upp á pönnukökur.

26. júní 2025

Tímaseðlar klárir fyrir Landsmót UMFÍ 50+

Nú liggja fyrir tímaseðlar með rástímum og skipulagi fyrir fjölda greina á Landsmóti UMFÍ 50+. Tímaseðla er hægt að sjá undir upplýsingum hverrar keppnisgreinar á umfi.is. 

24. júní 2025

Forseti Íslands boðar komu sína á Landsmót UMFÍ 50+

Afar góð skráning er á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Fjallabyggð um næstu helgi. Mótið verður sett á föstudag og hafa Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, maður hennar, boðað komu sína á setninguna.

23. júní 2025

Hvað varð um Bermúdaskálina?

Aðalsteinn Jörgensen var í landsliðinu í bridds sem landaði Bermúdaskálinni með eftirminnilegum hætti árið 1991. Hann segir það hafa gert liðinu gott að stunda útivist og aðra hreyfingu fyrir mótið. Keppt verður í bridds á Landsmóti UMFÍ 50+ um næstu helgi.

21. júní 2025

Ertu búin/n að skrá þig á Landsmót UMFÍ 50+?

Nú er heldur betur farið að styttast í Landsmót UMFÍ 50+ í Fjallabyggð. Skráning er í fullum gangi og verður opið fyrir hana út mánudaginn 23. júní. Ertu búin/n að skrá þig og þína?

18. júní 2025

Skráning í fullum gangi á Landsmót UMFÍ 50+

Skráning er í fullum gangi á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Fjallabyggð helgina 27. – 29. júní. Hægt er að skrá sig í allar greinar mótsins og matar- og skemmtikvöld til og með mánudagsins 23. júní næstkomandi. 

26. maí 2025

Sandra Finnsdóttir: Geggjað íþróttapartý

„Við erum öll rosalega spennt fyrir mótinu, líka við sem eigum enn svolítið í fimmtugt af því að það er svo margt í boði fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Sandra Finnsdóttir. Undirbúningur Landsmóts UMFÍ 50+ er í fullum gangi í Fjallabyggð.