Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

02. ágúst 2017

Íris fyrst til að ná í mótsgögnin

Íris Ósk Ívarsdóttir, sem er 11 ára íþróttastelpa í Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA) mætti fyrst allra þegar forskráning fyrir félaga UÍA opnaði klukkan 15:00 í Egilsstaðaskóla á Egilsstöðum í dag.

01. ágúst 2017

Ef barnið þitt vill fara á Unglingalandsmót þá fara foreldrarnir með

„Ég er glöð og ánægð með skráninguna hjá HSK. Ég átti ekki von á þessum fjölda. Við erum að leggja í hann og sumar fjölskyldur eru lagðar af stað héðan austur á Egilsstaði,“ segir Guðrún Tryggvadóttir hjá HSK.

01. ágúst 2017

Fleiri koma frá UMSS á Unglingalandsmót en áður

„Við erum mjög spennt fyrir Unglingalandsmótinu,“ segir Thelma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS). Á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina eru skráðir 82 keppendur frá UMSS. Þetta er mjög góð þátttaka.

01. ágúst 2017

Spá fínasta veðri á Egilsstöðum

Davíð Þór Sigurðsson, formaður Hattar á Egilsstöðum, dró fána UMFÍ að húni í gær á einni af fánaborgunum sem búið er að koma fyrir á Egilsstöðum. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum

29. júlí 2017

Tvíburabræður keppa saman í sjö greinum á Unglingalandsmóti

„Okkur finnst gaman að fara út á land og keppa með vinum okkar,“ segir Einar Andri Briem. Hann og tvíburabróðir hans Helgi Hrannar, hafa skráð sig í sjö mismunandi greinar á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

27. júlí 2017

Hvað eiga Prumpandi einhyrningar og Skagfirska mafían sameiginlegt?

Jú, þetta eru lið sem hafa skráð sig til þátttöku á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Á meðal annarra frumlegra nafna á liðum keppenda eru Sykurpúðarnir, Selfossdætur og Bleiku pardusarnir.

24. júlí 2017

Börn Hákonar prófa margar greinar

„Unglingalandsmót UMFÍ er skemmtilegt. Þar geta börnin prófað ýmsar greinar sem þau hafa aðeins séð í sjónvarpi og aldrei prófað áður. Svo eru börnin í öruggu umhverfi og njóta þess að vera í góðra vina hópi. Foreldrarnir geta því alveg slakað á,“ segir Hákon Sverrisson.

24. júlí 2017

Svona er best að skrá sig á Unglingalandsmót UMFÍ

Það hefur brugðið við að fólk lendi í vandræðum við að skrá sig, vinkonur og vini í lið á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um næstu verslunarmannahelgi. Hér að neðan eru leiðbeiningar um bestu leiðina til að skrá bæði einstaklinga og lið til keppni.

21. júlí 2017

Bjó til torfærubraut fyrir fjallahjólafólk á Egilsstöðum

Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og verður strætisvagn gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina.