Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

26. júlí 2023

Hvað á liðið að heita?

Margir þátttakendur gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn á Unglingalandsmóti UMFÍ. Búningarnir geta verið af ýmsum toga og nöfnin í takt við það. Hér skoðum við nokkra flotta búninga frá síðustu mótum.

25. júlí 2023

Sandkastalar, blindrabolti og heilmikið fjör á Sauðárkróki

Heilmikið verður um að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina annað en keppni í íþróttum. Þar verður líka hægt að fara niður i fjöru og búa til sandkastala. Skóflur, fötur og allskonar áhöld verða á staðnum og eru allir velkomnir. 

25. júlí 2023

Emmsjé Gauti, Guðrún Árný og margir fleiri á Unglingalandsmóti

Dagskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er afar fjölbreytt eins og alltaf. Alla dagana verður keppt í ýmsum íþróttagreinum og hægt að prófa og kynnast fjölmörgum nýjum. Auk íþrótta er boðið upp á heilmikla skemmti- og afþreyingadagskrá alla daga mótsins. Auk þess verða tónleikar á hverju kvöldi í risastóru samkomutjaldi á íþróttasvæðinu. 

24. júlí 2023

Badminton LED í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti

„Badminton LED er nýjung á Íslandi og verður hún prófuð í fyrsta sinn hér á landi á Unglingalandsmóti UMFÍ. Badminton LED er í raun badminton með LED-ljós í korkinum á flugunni. Síðan eru ljósin slökkt og þá sjá keppendur hvert andstæðingurinn slær flugunni.

20. júlí 2023

Keppendur hugsi út fyrir kassann í kökuskreytingum

Keppni í kökuskreytingum hefur verið á meðal þeirra fjölmennustu síðan greinin var kynnt til sögunnar fyrir nokkrum árum. Þemað í skreytingunum þetta árið er fjölbreytileiki. „Keppendur þurfa að hugsa út fyrir kassann,“ segir bakarameistarinn Róbert Óttarsson.

18. júlí 2023

Ekta íslensk sveitaballastemning með Danssveit Dósa

„Við erum ekta íslenskt sveitaballaband og spilum lög sem okkur finnast skemmtileg, lög með hljómum, laglínum og lög sem virkilega er hægt að syngja með,‟ segir Sæþór Már Hinriksson, sjálfur hljómsveitarstjórinn Dósi í hinni skagfirsku Danssveit Dósa.

13. júlí 2023

Góð skráning á Unglingalandsmót UMFÍ

Skráning gengur afar vel á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir þátttakendur 11-18 ára og fjölskyldur þeirra. Ljóst er að mótið verður fjölmennt og afar skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Nóg verður um að vera, fjöldi íþróttagreina í boði á daginn og tónleikar á hverju kvöldi.

11. júlí 2023

Prumpandi einhyrningar á Unglingalandsmóti UMFÍ

Afar vinsælt er hjá þátttakendum á Unglingalandsmóti UMFÍ að búa til liðsheiti og sérstaka liðsbúninga. Margir búa til skemmtileg nöfn á liðin eins og Prumpandi einhyrningar, Sveppasulturnar, Ofurhetjurnar, Bónusgrísirnir, Bakkbræður, Rothöggið og mörg fleiri.

10. júlí 2023

Kenndi Neymar og Messi - kemur á Unglingalandsmót

„Ég hlakka til að koma og kenna fótboltalistir með frjálsri aðferð (e. freestyle football) á Unglingalandsmótinu. Þar munu þátttakendur læra ýmsa tækni til að nýta líkamann við að halda fótbolta á lofti. Tæknin nýtist líka vel í knattspyrnuleikjum,“ segir Andrew Henderson.