Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

09. júlí 2024

Hvernig gengur skráning á Unglingalandsmót?

Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Skráningin gengur almennt mjög vel. En eins og alltaf geta því miður getur komið upp tæknilegt vesen, sem fáir hafa gaman að. 

08. júlí 2024

Fjölskyldan skemmtir sér á Unglingalandsmóti

Mikið er lagt upp úr því að fjölskyldan hafi gaman á Unglingalandsmóti UMFÍ og margt í boði fyrir systkini þátttakenda, að sögn Bjarneyjar Lárudóttur Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB).

04. júlí 2024

Skráning hafin á  Unglingalandsmótið

Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Í boði er keppni í 18 íþróttagreinum og allskonar afþreyingu. Tjaldsvæði fylgir með miðakaupum fyrir alla fjölskylduna!

20. júní 2024

Silja er verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ

„Ég mætti á mitt fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ með fjölskylduna á Sauðárkróki í fyrra. Þetta var stórskemmtileg helgi,“ segir Silja Úlfarsdóttir, sem ráðin hefur verið verkefnastjóri mótsins í Borgarnesi. 

21. maí 2024

Eldhress Skinfaxi kominn út!

Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Þema blaðsins er heilsuefling fólks yfir miðjum aldri. Eldri borgarar hjá Hamri í Hveragerði eru heimsóttir, rætt við Flemming Jessenum Landsmót UMFÍ 50+ og Ásmund Einar um svæðastöðvar og farsældarlög.

23. mars 2024

Kvittað upp á Unglingalandsmót

„Fjölskyldur eiga enn eina mögnuðu samveruna á íþróttahátíð í Borgarnesi,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, um Unglingalandsmót UMFÍ sem verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

02. febrúar 2024

Bjarney hjá UMSB: Margir leggja hugmyndir í púkkið

„Við erum með ótrúlega reynslubolta þegar kemur að mótahaldi á sambandssvæðinu öllu og öfluga  sjálfboðaliða,“ segir Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Unglingalandsmót UMFÍ verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

15. janúar 2024

Mótum úthlutað til Fjallabyggðar og Múlaþings

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði árið 2025 og Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2025, samkvæmt ákvörðun stjórnar UMFÍ í síðustu viku. Ákvörðunin byggir á tillögu Móta- og viðburðanefndar sem fundaði um málið í síðustu viku.

07. ágúst 2023

Kappið geti því miður borið fegurðina ofurliði

„Við þekkjum í keppni að kappið getur borið fegurðina ofurliði. Mikilvægast við slíkar aðstæður er að geta litið í eigin barm, lært af aðstæðum og haldið áfram með virðingu og vinsemd fyrir hverju öðru,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.