Fara á efnissvæði

9. maí 2024

Forsetahlaup

Forsetahlaup

Forsetahlaup UMFÍ er árlegur fjölskylduviðburður sem haldin er á mismunandi stöðum á landinu. Í ár fer viðburðurinn fram á Álftanesi fimmtudaginn 9. maí (Uppstigningardag) á sama tíma og fjölskylduhátíðin Forsetabikarinn. Upphitun hefst kl. 10:00 og ræst verður af stað í hlaupið kl. 10:30. Hlaupavegalengd er 5km. 

Helstu upplýsingar

  • Hvar: Álftanes.
  • Dagsetning: Fimmtudagur 9. maí 2024.
  • Hvenær: Kl. 10:00 - 12:00.
  • Hlaupaleið: Lagt er af stað frá sundlauginni og endað á sama stað.
  • Vegalengd: 5km hringur. 
  • Umsjón: Ungmennafélag Álftaness (UMFÁ).
Fyrir hverja er við viðburðurinn?

Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur er áhersla á gleði, hreyfingu og samveru - eða hinn sanna ungmennafélagsanda! 

Hvernig fer viðburðurinn fram?

Lagt er af stað frá sundlauginni og hlaupinn er 5 km hringur í bænum og endað á sama stað. Hlaupið er á malbiki sem og utanvegar. 

Hvað kostar og hvernig fer skráning fram?

Skráning fer fram á hlaup.is. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir 17 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir 18 ára og eldri. 

Allir frá þátttökuverðlaun.

Skrá mig til leiks!

Skráning fer fram á hlaup.is. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir 17 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir 18 ára og eldri.

Skrá mig til leiks!