Fara á efnissvæði

Styrkir

Fræðslu- og verkefnasjóður

Fræðslu- og verkefnasjóður

Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Áherslur í úthlutun

Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til:

  • Fræðslu- og forvarnaverkefna sem eru til þess fallin að auka þekkingu og fagmennsku innan héraðs, félags og/eða deildar. 
  • Þjálfara- og/eða dómaranámskeiða.
  • Verkefna sem stuðla að aukinni þekkingu og varðveislu á menningu og sögu héraðs, félags og/eða héraðs.
  • Verkefna og/eða viðburða sem hafa það að markmiði að efla þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjsálfboðaliða í íþróttastarfsemi.
  • Verkefni sem stuðla að stærðarhagkvæmni og samnýtingu í upplýsingatæknimálum. 
Úthlutun styrkja

Athygli er vakin á því að sjóðurinn styrkir EKKI tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga. Styrkur er að öllu jöfnu aldrei hærri en 400.000 kr. Sjóðsstjórn getur þó veitt hærri styrki í undantekningartilfellum.

  • Fræðslu- og forvarnaverkefni hljóta 80% styrk gegn kvittunum með lokaskýrslu. 
  • Þjálfaranámskeið hljóta 50% styrk gegn kvittunum með lokaskýrslu. 
  • Verkefni til varðveislu sögu og menningu hljóta 50% styrks gegn kvittunum með lokaskýrslu.
  • Verkefni tengd áhersluatriðum sjóðsins hljóta 80% styrks. Styrkurinn er jafnan greiddur út við skil á lokaskýrslu, en hægt er að óska eftir útgreiðslu á hluta af styrkupphæð ef þörf er á.
Lokaskýrsla

Umsækjendur sem hljóta styrk þurfa að skila inn skýrslu á ákveðnu lokaskýrsluformi og senda til þjónustumiðstöðvar UMFÍ á netfangið umfi@umfi.is. 

Umsóknarfrestir eru tveir á ári. Fyrri umsóknarfrestur er frá 1. apríl til og með 1. maí og sá seinni frá 1. október til og með 1. nóvember. 

Sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð

Að vori er opnað fyrir sendingu umsókna í sjóðinn 1. apríl ár hvert og hægt að senda umsóknir inn til 1. maí. Að hausti opnar fyrir umsóknir 1. október og er hægt að senda umsóknir inn til 1. nóvember.

Sækja um

Úthlutanir úr sjóðnum

Heildarúthlutanir

Árið 2024

177

39.221.922 kr.

Árið 2023

144

20.571.712 kr.

Árið 2022

190

25.000.000 kr.