Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

16. maí 2025

Gleði á gagnlegum vorfundi UMFÍ

Vorfundur UMFÍ var vel sóttur á Reykjum í Hrútafirði um síðustu helgi. Boðið var upp á mikið fjörefli og tengsl. Gagnleg erindi voru flutt á fundinum. Formaður UMFÍ sagði ánægjulegt að UMFÍ hafi tekist að búa til vettvang fyrir sambandsaðila til að tjá sig.

16. maí 2025

Ólögleg íþróttaveðmál vaxandi vandi á Íslandi

Íþróttaveðmál á ólöglegum veðmálasíðum hafa færst gríðarlega í aukana hér á landi undanfarin ár og eru orðin stórt vandamál ef marka má fyrirlesara á málþinginu Íþróttir, veðmál og samfélagið – hvert stefnum við? sem ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ stóðu saman að í síðustu viku.

15. maí 2025

Óskar endurkjörinn formaður í Fjallabyggð

Landsmót UMFÍ 50+ er handan við hornið á Siglufirði og Ólafsfirði í lok júní. UMFÍ heldur mótið með Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar og sveitarfélaginu. Óskar Þórðarson var endurkjörinn formaður sambandsins á þingi þess í gær.

15. maí 2025

Patrekur ráðinn á svæðisstöð höfuðborgarsvæðis

„Ég er búinn að lifa og hrærast í þessum íþróttaheimi frá því ég var krakki og líst rosalega vel á þessa vinnu svæðisfulltrúanna. Ég hlakka þess vegna ótrúlega til að koma,“ segir Patrekur Jóhannesson. Hann hefur verið ráðinn í stöðu svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á höfuðborgarsvæðinu og mun þar starfa með Hansínu Þóru Gunnarsdóttur.

14. maí 2025

Tímamót í sögu UMFÍ

Aðild að UMFÍ var samþykkt á ársþingi Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV) í gær. Með aðildinni eru öll íþróttafélög landsins í fyrsta sinn komin í raðir UMFÍ. 

14. maí 2025

Ertu búin/n að skila inn umsókn í Hvatasjóð?

Minnt er á að opið er fyrir umsóknir í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Þetta er nýr sjóður sem opnaði í byrjun árs. Fyrir skemmstu var opnað fyrir umsóknir í hann í annað sinn á árinu. Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. maí næstkomandi.

13. maí 2025

Helgi er nýr svæðisfulltrúi

Helgi Dan Stefánsson er nýr starfsmaður svæðisstöðva íþróttahéraðanna á Vestfjörðum. Hann er Ísfirðingur í húð og hár og með meistaragráðu í félagsfræði. „Ég hef sérstakan áhuga á að efla aðgengi íþrótta fyrir jaðarsett börn,“ segir hann.

13. maí 2025

Gunnar Páll hjá ÍBV: Við erum spennt fyrir UMFÍ

Ársþing ÍBV fer fram í Eyjum í dag. Á þinginu verður tekin fyrir aðild ÍBV að UMFÍ. Gangi það eftir verður það stór stund í sögu UMFÍ því þá verða öll íþróttafélög landsins innan raða UMFÍ.

10. maí 2025

Golfhermir leiddi til mikillar fjölgunar iðkenda

Formannafundur Héraðssambands Bolungarvíkur (HSB) var haldinn í Bolungarvík á fimmtudag, en ársþing HSB er haldið annað hvert ár og var haldið í fyrra. Mæting var góð og mættu fulltrúar frá stjórnum félaganna tveggja.