Öllum flokkum

01. apríl 2025
Íslandsleikarnir skemmtilegri en að vera í tölvunni
Heilmikið fjör var hjá um 70 þátttakendum á Íslandsleikunum þegar þeir fóru í annað sinn á Selfossi síðustu helgina í mars. Íslandsleikarnir eru liður í verkefninu Allir með, sem hefur það að markmiði að fjölga iðkendum með fötlun í íþróttum.

01. apríl 2025
Brottfall greinist enn úr íþróttum
„Það voru góðar umræður á þinginu. En þrjú mál stóðu upp úr: Íþróttir fatlaðra, brottfall úr íþróttum, skattamálin og staða sjálfboðaliða á svæðinu,“ segir Gunnar Jóhannesson, formaður Íþróttabandalags Suðurnesja, um þing bandalagsins um helgina.

31. mars 2025
Fyrrverandi formaður UMFÍ heiðraður á þingi HSK
„Þingið gekk vel, um 130 gestir með þingfulltrúum aðildarfélaga,“ segir Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, um þing sambandsins sem fram fór í Aratungu í síðustu viku. Mikið var um heiðranir á þinginu og hlutu fjórir starfsmerki UMFÍ. Fyrrverandi formaður UMFÍ var sæmdur gullmerki HSK.

31. mars 2025
Samþykkt að halda þing HSÞ annað hvert ár
Samþykkt var samhljóða á ársþingi Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) á dögunum að halda það framvegis annað hvert ár í stað þess að gera það á hverju ári.

28. mars 2025
Vel heppnað málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir
„Við fundum það vel hjá fundargestum að vilji er til að vinna betur saman að framtíðarsýn sem felur í sér samvinnu íþróttafélaga, skóla og sveitarfélaga,“ segir Sigurður Friðrik Gunnarsson um málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir.

25. mars 2025
Opið fyrir umsóknir í sjóði UMFÍ
Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðirnir gagnast afar vel þeim sem leita eftir stuðningi við félags- og íþróttastarf hreyfingarinnar og umhverfisverkefni.

24. mars 2025
Erla hlaut hvatningarverðlaun USAH
Stjórnarfólki var fækkað um tvö á ársþingi Ungmennasambands Austur-Húnvetninga (USAH) sem fram fór um miðjan mars. Horft er til þess að auðveldara verði að manna stjórn USAH í kjölfar breytingarinnar.

24. mars 2025
Ásgeir, Níels, Pétur og Ragnheiður sæmd starfsmerki UMFÍ
Ásgeir Baldurs, Níels Einarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ragnheiður M. Ólafsdóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi UMSK á laugardag. Fjöldi viðurkenninga var afhentur á þinginu.

21. mars 2025
Börn tóku skóflustungu að íþróttahúsi í Borgarnesi
„Við vitum að lífsgæði okkar felast í því að byggja upp samfélag sem býður fólki upp á góða íþróttaaðstöðu,“ sagði Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, við skóflustungu nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi.