Öllum flokkum

20. ágúst 2025
Páll Janus nýr svæðisfulltrúi á Vestfjörðum
Páll Janus Þórðarson er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vestfjörðum og hefur hann störf 1. september. Hann er spenntur fyrir starfinu enda búinn að kynnast öllum hliðum íþróttalífsins fyrir vestan.

19. ágúst 2025
Rúmlega þúsund sprettu úr drulluspori
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar þegar það fór fram fjórða árið í röð í Mosfellsbæ á laugardag. Að Drulluhlaupinu standa Ungmennafélag Íslands, Krónan og Ungmennafélagið Afturelding (UMFA).

12. ágúst 2025
Skítugasta hlaup ársins handan við hornið
Drullu- og hindrunarhlaup UMFÍ og Krónunnar er drulluskemmtilegt hlaup fyrir alls konar fólk, fyrir fjölskylduna, vinahópa og frænku- og frændgarðinn, saumaklúbba og vinnufélaga sem vilja vinna saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins.

12. ágúst 2025
Takk fyrir Unglingalandsmótið
Nú er Unglingalandsmót UMFÍ að baki. Bestu þakkir fyrir að taka þátt í svona mörgum greinum og prófa alls konar nýtt. Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir öll litlu og stóru verkefnin, fyrir greinastjórnina, dómgæsluna og fyrir tónlistina og stuðið - og takk samstarfsaðilar.

04. ágúst 2025
Foreldrar skemmtu sér í strandblaki á Unglingalandsmóti
„Þetta var rosalega gaman og enginn tognaði, bognaði eða sleit neitt,“ segir Silja Úlfarsdóttir, sem stýrði strandblaki foreldra á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum í gær. Mikil ánægja var með keppnina og hlakkar foreldrana til mótsins á næsta ári.

04. ágúst 2025
Þingeyingar hlutu Fyrirmyndarbikar UMFÍ
Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) hlaut Fyrirmyndarbikar UMFÍ í gærkvöldi. Gunnhildur Hinriksdóttir, framkvæmdastjóri sambandsins, tók við bikarnum við slit Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum.

03. ágúst 2025
Koma frá Svíþjóð á Unglingalandsmót
„Við komum til Íslands á hverju ári og það er fastur liður hjá okkur árlega að fara á Unglingalandsmót,“ segir augnlæknirinn og Skagamaðurinn Gauti Jóhannesson sem kemur með fjölskyldu sína árlega á mótið.

02. ágúst 2025
Anton fann töskuna sína
Anton kom við í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins í Egilsstaðaskóla og fann þar töskuna sína sem hann hafði gleymt einhversstaðar. Allir munir í töskunni voru á sínum stað. Hefurðu týnt einhverju? Óskilamunir eru í Egilsstaðaskóla.

02. ágúst 2025
Jóhann Steinar: Galdurinn felst í því að vera með
„Við þurfum öll í sameiningu að halda áfram að fjölga leiðum inn í íþróttahreyfinguna, fyrir öll börn – óháð uppruna, bakgrunni eða færni,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í ávarpi við setningu Unglingalandsmótsins.